Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - ÍA 1-0 | Óskabyrjun Hermanns Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 5. maí 2013 00:01 Eyjamenn unnu flottan 1-0 baráttusigur á Skagamönnum í blíðunni í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var fyrsti leikur Pepsi-deildar karla árið 2013 og fyrsti leikur Hermanns Hreiðarssonar við stjórnvölinn hjá ÍBV. Gunnar Már Guðmundsson var hetja Eyjamanna í dag en hann skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu leiksins eftir flotta sendingu frá Víði Þorvarðarsyni. Skagamenn voru undir á öllum stöðum vallarins, en sóttu í sig veðrið undir lokin. ÍBV fór mun betur af stað í leiknum og átti fyrstu færin, varnarleikur þeirra var þéttur og David James stjórnaði sinni varnarlínu vel. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta og staðan í hálfleik því 1-0. 1055 manns mættu á völlinn í dag, en blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins dæmdi leikinn nokkuð vel en flautaði ansi oft, án þess að mikil ástæða væri til. Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði við hlið Brynjars Gauta í vörninni og er það tvenna sem á eftir að virka vel í sumar ef eitthvað er að marka þennan leik. Framlína Skagamanna var einnig slök og er ljóst að þeir sakna Garðars Gunnlaugssonar upp á topp. Í seinni hálfleik var ekki mikið uppi á teningnum en bæði lið fengu sitthvort færið, þar sem Eggert Kári slapp í gegn fyrir Skagamenn en Eiður Aron elti hann uppi og stoppaði sóknina. Brynjar Gauti fékk einnig gott skallafæri, en hann skallaði yfir. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV. Hermann: Ég hef greinilega fitnað„Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að byrja vel, fyrir áhorfendur og okkur sjálfa,“ sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir sigur í sínum fyrsta leik sem þjálfari í efstu deild. „Ég hef greinilega fitnað því giftingarhringurinn var alveg pikkfastur á mér, en það á víst að taka þetta af sér,“ sagði Hermann, en hann lenti í vandræðum við það að komast inn á völlinn þegar hann skipti sér inná. Hermann sagði ástæðuna fyrir því að hann kom inn á vera það að hann hafi verið hávaxnastur á bekknum og þeir hafi viljað verjast löngu boltunum frá Skagamönnum. „Já það er engin spurning, sérstaklega í fyrri hálfleik þá stýrum við leiknum, skoruðum eitt gott mark og fengum nokkur færi í restina þegar þeir ýttu liðinu framar,“ sagði Hermann en ÍBV stjórnaði ferðinni í dag. Hermann sagðist einnig ver feginn því að lengsta undirbúningstímabili heims væri lokið og gott að ná sigri í fyrsta leik. David James: Bað boltastrákana um að vera ekki að flýta sér„Flottur sigur, í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum og gerðum varnarmönnum ÍA lífið leitt. Í seinni hálfleik börðumst við vel og verðskulduðum þennan 1-0 sigur,“ sagði David James leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag, en þetta var hans fyrsti leikur í Íslandsmóti. „Þeir fengu nokkur færi, það mun alltaf gerast. Við spiluðum hratt og þegar boltinn fór úr leik bað ég boltastrákana um að vera ekki að flýta sér svona mikið, en þeir eiga greinilega að gera það,“ sagði James en hann átti góðan leik í markinu í dag. „Eiður varðist vel í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍA(Eggert Kári) fékk færið, og það er frábært. Samkvæmt öllum þá endum við í sjötta sæti þannig, en ég verð bara sáttur ef við gerum okkar besta leik eftir leik, ef að gera okkar besta skilar okkur þremur stigum þá get ég ekki verið annað en sáttur,“ sagði James en hann var ánægður með vörnina og gaf lítið fyrir spár fréttamiðla. Þórður: Hef engar áhyggjur af þessum spám„Það er alltaf fúlt að tapa en mér líst bara vel á framhaldið, ég get nú ekki verið sáttur við spilamennskuna ef að við töpum. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður og við vorum í vandræðum með þá á köflum,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leik í dag. „Eggert er nú vanur að gera betur en þetta, dagurinn í dag var ekki hans dagur. Það voru fleiri sem fengu færi, Andri fékk einnig færi sem ég man eftir svona í fljótu bragði,“ sagði Þórður en hann hefði viljað að sínir menn hefðu nýtt allavega eitt af þeim fjórum færum sem liðið fékk í dag. „Þeir hafa komið vel inn í hópinn, í seinni hálfleik var smá stígandi í þessu og við endum leikinn svo sem ágætlega, ég hef engar áhyggjur af þessum spám og okkar markmið er að gera betur en í fyrra,“ sagði Þórður þegar hann var spurður út í komu útlendinganna inn í hópinn sem og spár fjölmiðla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira
Eyjamenn unnu flottan 1-0 baráttusigur á Skagamönnum í blíðunni í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var fyrsti leikur Pepsi-deildar karla árið 2013 og fyrsti leikur Hermanns Hreiðarssonar við stjórnvölinn hjá ÍBV. Gunnar Már Guðmundsson var hetja Eyjamanna í dag en hann skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu leiksins eftir flotta sendingu frá Víði Þorvarðarsyni. Skagamenn voru undir á öllum stöðum vallarins, en sóttu í sig veðrið undir lokin. ÍBV fór mun betur af stað í leiknum og átti fyrstu færin, varnarleikur þeirra var þéttur og David James stjórnaði sinni varnarlínu vel. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta og staðan í hálfleik því 1-0. 1055 manns mættu á völlinn í dag, en blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins dæmdi leikinn nokkuð vel en flautaði ansi oft, án þess að mikil ástæða væri til. Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði við hlið Brynjars Gauta í vörninni og er það tvenna sem á eftir að virka vel í sumar ef eitthvað er að marka þennan leik. Framlína Skagamanna var einnig slök og er ljóst að þeir sakna Garðars Gunnlaugssonar upp á topp. Í seinni hálfleik var ekki mikið uppi á teningnum en bæði lið fengu sitthvort færið, þar sem Eggert Kári slapp í gegn fyrir Skagamenn en Eiður Aron elti hann uppi og stoppaði sóknina. Brynjar Gauti fékk einnig gott skallafæri, en hann skallaði yfir. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV. Hermann: Ég hef greinilega fitnað„Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að byrja vel, fyrir áhorfendur og okkur sjálfa,“ sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir sigur í sínum fyrsta leik sem þjálfari í efstu deild. „Ég hef greinilega fitnað því giftingarhringurinn var alveg pikkfastur á mér, en það á víst að taka þetta af sér,“ sagði Hermann, en hann lenti í vandræðum við það að komast inn á völlinn þegar hann skipti sér inná. Hermann sagði ástæðuna fyrir því að hann kom inn á vera það að hann hafi verið hávaxnastur á bekknum og þeir hafi viljað verjast löngu boltunum frá Skagamönnum. „Já það er engin spurning, sérstaklega í fyrri hálfleik þá stýrum við leiknum, skoruðum eitt gott mark og fengum nokkur færi í restina þegar þeir ýttu liðinu framar,“ sagði Hermann en ÍBV stjórnaði ferðinni í dag. Hermann sagðist einnig ver feginn því að lengsta undirbúningstímabili heims væri lokið og gott að ná sigri í fyrsta leik. David James: Bað boltastrákana um að vera ekki að flýta sér„Flottur sigur, í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum og gerðum varnarmönnum ÍA lífið leitt. Í seinni hálfleik börðumst við vel og verðskulduðum þennan 1-0 sigur,“ sagði David James leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag, en þetta var hans fyrsti leikur í Íslandsmóti. „Þeir fengu nokkur færi, það mun alltaf gerast. Við spiluðum hratt og þegar boltinn fór úr leik bað ég boltastrákana um að vera ekki að flýta sér svona mikið, en þeir eiga greinilega að gera það,“ sagði James en hann átti góðan leik í markinu í dag. „Eiður varðist vel í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍA(Eggert Kári) fékk færið, og það er frábært. Samkvæmt öllum þá endum við í sjötta sæti þannig, en ég verð bara sáttur ef við gerum okkar besta leik eftir leik, ef að gera okkar besta skilar okkur þremur stigum þá get ég ekki verið annað en sáttur,“ sagði James en hann var ánægður með vörnina og gaf lítið fyrir spár fréttamiðla. Þórður: Hef engar áhyggjur af þessum spám„Það er alltaf fúlt að tapa en mér líst bara vel á framhaldið, ég get nú ekki verið sáttur við spilamennskuna ef að við töpum. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður og við vorum í vandræðum með þá á köflum,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leik í dag. „Eggert er nú vanur að gera betur en þetta, dagurinn í dag var ekki hans dagur. Það voru fleiri sem fengu færi, Andri fékk einnig færi sem ég man eftir svona í fljótu bragði,“ sagði Þórður en hann hefði viljað að sínir menn hefðu nýtt allavega eitt af þeim fjórum færum sem liðið fékk í dag. „Þeir hafa komið vel inn í hópinn, í seinni hálfleik var smá stígandi í þessu og við endum leikinn svo sem ágætlega, ég hef engar áhyggjur af þessum spám og okkar markmið er að gera betur en í fyrra,“ sagði Þórður þegar hann var spurður út í komu útlendinganna inn í hópinn sem og spár fjölmiðla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fleiri fréttir „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Sjá meira