Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - ÍA 1-0 | Óskabyrjun Hermanns Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 5. maí 2013 00:01 Eyjamenn unnu flottan 1-0 baráttusigur á Skagamönnum í blíðunni í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var fyrsti leikur Pepsi-deildar karla árið 2013 og fyrsti leikur Hermanns Hreiðarssonar við stjórnvölinn hjá ÍBV. Gunnar Már Guðmundsson var hetja Eyjamanna í dag en hann skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu leiksins eftir flotta sendingu frá Víði Þorvarðarsyni. Skagamenn voru undir á öllum stöðum vallarins, en sóttu í sig veðrið undir lokin. ÍBV fór mun betur af stað í leiknum og átti fyrstu færin, varnarleikur þeirra var þéttur og David James stjórnaði sinni varnarlínu vel. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta og staðan í hálfleik því 1-0. 1055 manns mættu á völlinn í dag, en blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins dæmdi leikinn nokkuð vel en flautaði ansi oft, án þess að mikil ástæða væri til. Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði við hlið Brynjars Gauta í vörninni og er það tvenna sem á eftir að virka vel í sumar ef eitthvað er að marka þennan leik. Framlína Skagamanna var einnig slök og er ljóst að þeir sakna Garðars Gunnlaugssonar upp á topp. Í seinni hálfleik var ekki mikið uppi á teningnum en bæði lið fengu sitthvort færið, þar sem Eggert Kári slapp í gegn fyrir Skagamenn en Eiður Aron elti hann uppi og stoppaði sóknina. Brynjar Gauti fékk einnig gott skallafæri, en hann skallaði yfir. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV. Hermann: Ég hef greinilega fitnað„Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að byrja vel, fyrir áhorfendur og okkur sjálfa,“ sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir sigur í sínum fyrsta leik sem þjálfari í efstu deild. „Ég hef greinilega fitnað því giftingarhringurinn var alveg pikkfastur á mér, en það á víst að taka þetta af sér,“ sagði Hermann, en hann lenti í vandræðum við það að komast inn á völlinn þegar hann skipti sér inná. Hermann sagði ástæðuna fyrir því að hann kom inn á vera það að hann hafi verið hávaxnastur á bekknum og þeir hafi viljað verjast löngu boltunum frá Skagamönnum. „Já það er engin spurning, sérstaklega í fyrri hálfleik þá stýrum við leiknum, skoruðum eitt gott mark og fengum nokkur færi í restina þegar þeir ýttu liðinu framar,“ sagði Hermann en ÍBV stjórnaði ferðinni í dag. Hermann sagðist einnig ver feginn því að lengsta undirbúningstímabili heims væri lokið og gott að ná sigri í fyrsta leik. David James: Bað boltastrákana um að vera ekki að flýta sér„Flottur sigur, í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum og gerðum varnarmönnum ÍA lífið leitt. Í seinni hálfleik börðumst við vel og verðskulduðum þennan 1-0 sigur,“ sagði David James leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag, en þetta var hans fyrsti leikur í Íslandsmóti. „Þeir fengu nokkur færi, það mun alltaf gerast. Við spiluðum hratt og þegar boltinn fór úr leik bað ég boltastrákana um að vera ekki að flýta sér svona mikið, en þeir eiga greinilega að gera það,“ sagði James en hann átti góðan leik í markinu í dag. „Eiður varðist vel í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍA(Eggert Kári) fékk færið, og það er frábært. Samkvæmt öllum þá endum við í sjötta sæti þannig, en ég verð bara sáttur ef við gerum okkar besta leik eftir leik, ef að gera okkar besta skilar okkur þremur stigum þá get ég ekki verið annað en sáttur,“ sagði James en hann var ánægður með vörnina og gaf lítið fyrir spár fréttamiðla. Þórður: Hef engar áhyggjur af þessum spám„Það er alltaf fúlt að tapa en mér líst bara vel á framhaldið, ég get nú ekki verið sáttur við spilamennskuna ef að við töpum. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður og við vorum í vandræðum með þá á köflum,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leik í dag. „Eggert er nú vanur að gera betur en þetta, dagurinn í dag var ekki hans dagur. Það voru fleiri sem fengu færi, Andri fékk einnig færi sem ég man eftir svona í fljótu bragði,“ sagði Þórður en hann hefði viljað að sínir menn hefðu nýtt allavega eitt af þeim fjórum færum sem liðið fékk í dag. „Þeir hafa komið vel inn í hópinn, í seinni hálfleik var smá stígandi í þessu og við endum leikinn svo sem ágætlega, ég hef engar áhyggjur af þessum spám og okkar markmið er að gera betur en í fyrra,“ sagði Þórður þegar hann var spurður út í komu útlendinganna inn í hópinn sem og spár fjölmiðla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Eyjamenn unnu flottan 1-0 baráttusigur á Skagamönnum í blíðunni í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var fyrsti leikur Pepsi-deildar karla árið 2013 og fyrsti leikur Hermanns Hreiðarssonar við stjórnvölinn hjá ÍBV. Gunnar Már Guðmundsson var hetja Eyjamanna í dag en hann skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu leiksins eftir flotta sendingu frá Víði Þorvarðarsyni. Skagamenn voru undir á öllum stöðum vallarins, en sóttu í sig veðrið undir lokin. ÍBV fór mun betur af stað í leiknum og átti fyrstu færin, varnarleikur þeirra var þéttur og David James stjórnaði sinni varnarlínu vel. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta og staðan í hálfleik því 1-0. 1055 manns mættu á völlinn í dag, en blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins dæmdi leikinn nokkuð vel en flautaði ansi oft, án þess að mikil ástæða væri til. Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði við hlið Brynjars Gauta í vörninni og er það tvenna sem á eftir að virka vel í sumar ef eitthvað er að marka þennan leik. Framlína Skagamanna var einnig slök og er ljóst að þeir sakna Garðars Gunnlaugssonar upp á topp. Í seinni hálfleik var ekki mikið uppi á teningnum en bæði lið fengu sitthvort færið, þar sem Eggert Kári slapp í gegn fyrir Skagamenn en Eiður Aron elti hann uppi og stoppaði sóknina. Brynjar Gauti fékk einnig gott skallafæri, en hann skallaði yfir. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV. Hermann: Ég hef greinilega fitnað„Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að byrja vel, fyrir áhorfendur og okkur sjálfa,“ sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir sigur í sínum fyrsta leik sem þjálfari í efstu deild. „Ég hef greinilega fitnað því giftingarhringurinn var alveg pikkfastur á mér, en það á víst að taka þetta af sér,“ sagði Hermann, en hann lenti í vandræðum við það að komast inn á völlinn þegar hann skipti sér inná. Hermann sagði ástæðuna fyrir því að hann kom inn á vera það að hann hafi verið hávaxnastur á bekknum og þeir hafi viljað verjast löngu boltunum frá Skagamönnum. „Já það er engin spurning, sérstaklega í fyrri hálfleik þá stýrum við leiknum, skoruðum eitt gott mark og fengum nokkur færi í restina þegar þeir ýttu liðinu framar,“ sagði Hermann en ÍBV stjórnaði ferðinni í dag. Hermann sagðist einnig ver feginn því að lengsta undirbúningstímabili heims væri lokið og gott að ná sigri í fyrsta leik. David James: Bað boltastrákana um að vera ekki að flýta sér„Flottur sigur, í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum og gerðum varnarmönnum ÍA lífið leitt. Í seinni hálfleik börðumst við vel og verðskulduðum þennan 1-0 sigur,“ sagði David James leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag, en þetta var hans fyrsti leikur í Íslandsmóti. „Þeir fengu nokkur færi, það mun alltaf gerast. Við spiluðum hratt og þegar boltinn fór úr leik bað ég boltastrákana um að vera ekki að flýta sér svona mikið, en þeir eiga greinilega að gera það,“ sagði James en hann átti góðan leik í markinu í dag. „Eiður varðist vel í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍA(Eggert Kári) fékk færið, og það er frábært. Samkvæmt öllum þá endum við í sjötta sæti þannig, en ég verð bara sáttur ef við gerum okkar besta leik eftir leik, ef að gera okkar besta skilar okkur þremur stigum þá get ég ekki verið annað en sáttur,“ sagði James en hann var ánægður með vörnina og gaf lítið fyrir spár fréttamiðla. Þórður: Hef engar áhyggjur af þessum spám„Það er alltaf fúlt að tapa en mér líst bara vel á framhaldið, ég get nú ekki verið sáttur við spilamennskuna ef að við töpum. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður og við vorum í vandræðum með þá á köflum,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leik í dag. „Eggert er nú vanur að gera betur en þetta, dagurinn í dag var ekki hans dagur. Það voru fleiri sem fengu færi, Andri fékk einnig færi sem ég man eftir svona í fljótu bragði,“ sagði Þórður en hann hefði viljað að sínir menn hefðu nýtt allavega eitt af þeim fjórum færum sem liðið fékk í dag. „Þeir hafa komið vel inn í hópinn, í seinni hálfleik var smá stígandi í þessu og við endum leikinn svo sem ágætlega, ég hef engar áhyggjur af þessum spám og okkar markmið er að gera betur en í fyrra,“ sagði Þórður þegar hann var spurður út í komu útlendinganna inn í hópinn sem og spár fjölmiðla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira