Erlent

Lögreglustjóri flaggar ekki í hálfa fyrir Mandela

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Clark hunsar tilmæli forsetans.
Clark hunsar tilmæli forsetans.
Lögreglustjóri í Suður Karólínu hefur neitað að flagga í hálfa stöng vegna andláts Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður Afríku, í síðustu viku.

Barack Obama Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að flaggað yrði í hálfa stöng þar til rökkvar á morgun, en Rick Clark, lögreglustjóri í Pickens-sýslu, mun ekki verða við því.

„Það er einfaldlega mín skoðun að það eigi einungis að flagga í hálfa stöng fyrir Bandaríkjamenn sem fært hafa fórnir fyrir landið,“ segir Clark í samtali við WHNS. „Það ætti að flagga í hálfa í sendiráði Bandaríkjanna í Suður Afríku, en ekki hér heima.“

Fánanum var þó flaggað í hálfa um helgina til þess að heiðra minningu lögreglumanns og til þess að minnast árásarinnar á Perluhöfn, en fáninn fór aftur upp á topp í morgun.


Tengdar fréttir

Mandela látinn

Nelson Mandela er látinn í Pretoríu í Suður-Afríku, 94 ára að aldri. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að sjúkrahúsinu síðustu daga til að votta honum virðingu sína.

Sigmundur sendir samúðarkveðjur til Suður Afríku

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og íslensku þjóðarinar sent samúðarkveðjur til suðurafrísku þjóðarinnar vegna fráfalls Nelson Mandela.

Votta Mandela virðingu sína

Erlendir ráðamenn, stofnanir og stórstjörnur keppast við að votta Nelson Mandela virðingu sína.

Viskan í augnaráði Mandela

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hitti Nelson Mandela einu sinni og segir það hafa verið áhrifaríkan fund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×