Erlent

Skaut leikfélaga sinn

Fjögurra ára gamall piltur skaut og drap sex ára gamlan leikfélaga sinn í Toms River í New Jersey í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum voru drengirnir að leik þegar slysið átti sér stað. Talið er að pilturinn hafi komist yfir vopnið á heimili sínu.

Lögreglustjórinn í Toms River fullyrðir að þetta hafi verið slysaskot. Hann lýsti atvikinu sem hörmulegu slysi.

Svipað slys átti sér stað í Tennessee á svipuðum tíma í nótt. Þar komst fjögurra ára gamalt barn yfir skammbyssu og fyrir slysni skaut konu til bana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×