Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Eyþór Atli Einarsson í Kaplakrika skrifar 6. maí 2013 10:23 FH-ingar byrja Íslandsmótið af nokkrum krafti þetta árið. Sigur á Keflavík í fyrsta leik sanngjarn. Gestirnir frá Keflavík mættu grimmir til leiks en gerðust sekir um ódýr mistök í fyrri hálfleik sem heimamenn nýttu sér til hins ítrasta. Mark frá Atla Viðari Björnssyni, ásamt marki frá Alberti Brynjari Ingasyni skildu liðin að í hálfleik. Keflvíkingar klóruðu í bakkann í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Marjan Jugovic. 2-1 lokatölur leiksins og Íslandsmeistararnir byrja vel. Leikurinn byrjaði með miklum krafti og var mikið jafnræði með liðunum. Bæði lið fengu ágæt færi og ber þar helst að nefna skalla frá Herði Sveinssyni, leikmanni Keflavíkur, sem fór yfir markið. Á tuttugustu og fimmtu mínútu slapp Albert Brynjar einn í gegn en David Preece, markvörður gestanna, sá við honum. Það var þó ekki fyrr en á þrítugustu og fjórðu mínútu að mark kom í leikinn. Vörn Keflavíkur opnaðist og Björn Daníel sá sér leik á borði og sendi eina af mörgum stungusendingum inn á Atla Viðar Björnsson. Atli Viðar lét verja frá sér í fyrstu tilraun en kom svo knettinum yfir línuna og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn. Á 39. mínútu komust FH-ingar í 2-0. Vörn gestanna gerðist aftur sek um mistök og títtnefndur Björn Daníel þræddi boltann á Albert Brynjar Ingason sem skoraði framhjá Preece sem stóð eins og frosinn á línunni. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Keflavík kom mjög sterkt til leiks í síðari hálfleik og strax á 48. mínútu minnkaði Marjan Jugovic muninn með glæsilegu skallamarki. Jóhann Birnir Guðmundsson, besti maður Keflvíkinga í leiknum, sendi þá fastan bolta á hausinn á Jugovic sem sneyddi hann í fjærhornið. 2-1. Keflvíkingar sköpuðu sér ekki mikið fleiri færi í leiknum en áttu þess í stað mörg langskot sem Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, átti ekki í miklum vandræðum með. Heimamenn voru líklegri, með Atla Viðar í broddi fylkingar, til að skora. Atli Viðar féll þrisvar niður í teignum og má segja að í eitt skiptið hafi Keflvíkingar sloppið með skrekkinn. Allt kom fyrir ekki og 2-1 varð niðurstaða leiksins. Hjá Keflvíkingum var Jóhann Birnir þeirra besti maður, en miðjan, með Frans Elvarsson, Sigurberg Elísson og Arnór Ingva Traustason innanborðs, virkaði mjög spræk. Varnarlína Keflvíkinga var að spila undir pari í dag og gerðist sek um afdrifarík mistök. Atli Viðar, ásamt Birni Daníel voru að öðrum ólöstuðum bestu leikmenn Íslandsmeistaranna. Björn Daníel var duglegur að dæla boltum innfyrir vörn gestanna þar sem Atli Viðar og Albert Brynjar voru klárir í hlaupin. Sigurinn sanngjarn. Keflvíkingar náðu ekki upp nægilega góðu spili. Þeir börðust vel en voru frekar úrræðalausir upp við mark FH-inga. Á hinn bóginn kláruðu heimamenn færin sín vel og sköpuðu sér nokkrar álitlegar marktilraunir. Zoran Ljubicic: Munurinn á liðunum að FH-ingar refsa grimmt„Mér finnst bara sorglegt að tapa miðað við frammistöðu okkar í dag,“ sagði Zoran Lubicic þjálfari Keflvíkinga eftir leik. „Mér fannst við spila mjög vel í svona 80 mínútur og þá sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Við vorum með leikinn í höndunum og gerðum tvö mistök sem þeir refsuðu fyrir,“ sagði Zoran, og hélt áfram. „Þetta eru mistök sem við megum ekki gera og kannski er þetta munurinn á þessum liðum að þeir refsa mjög grimmt.“ Hann var þó nokkuð ánægður með leik sinna manna og hrósaði sínum mönnum fyrir góða frammistöðu og hafði ekki miklar áhyggjur af framhaldinu. „Heilt yfir verð ég að hrósa mínum leikmönnum fyrir góða frammistöðu og baráttu. Ef við höldum því áfram þá hef ég engar áhyggjur. Það er nóg eftir og ef við spilum eins og í dag þá getum við endað ofar.“ sagði Zoran Ljubicic að lokum. Jóhann Birnir: Skrýtnar tíu mínútur„Ég er bara drullusvekktur. Mér fannst við eiga skilið að fá eitthvað út úr þessu, en svona er þetta,“ sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur eftir tap sinna manna gegn FH-ingum. „Mér fannst lítið um færi hjá báðum liðum í seinni hálfleik en heilt yfir fannst mér við vera betri í leiknum. Fyrir utan þessar 10 mínútur. Mjög skrýtnar þessar tíu mínútur.“ sagði Jóhann og á við að vörn Keflavíkinga hríðlak um miðbik fyrri hálfleiks. „Þegar maður fær á sig mark þá kemur svona smá sjokk, en það var nú hálfklaufalegt seinna markið. Lélegt hjá okkur,“ sagði Jóhann að lokum. Atli Viðar Björnsson: Svo sannarlega ekki dýfaMynd/Daníel„Ég er mjög sáttur við þrjú stig svo við förum sáttir heim í kvöld.“ sagði FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson eftir sigur gegn Keflavík í Krikanum. „Þetta var vinnuframlag hjá okkur í dag, liðsheildar bragur. Það má kannski biðja um betri bolta frá okkur en það kemur vonandi í sumar,“ sagði Ali Viðar en hann skoraði annað mark Íslandsmeistarana. Markaskorarinn féll þrisvar inni í teig gestanna. „Það voru engin víti þannig að það er ekki til umræðu. En þetta var svo sannarlega ekki dýfa. Atli Viðar viðurkenndi þó að vera orðinn þreyttur í þriðja skiptið þegar stúkan vildi víti. „Það hefði verið hægt að dæma víti í hinum tveimur,“ sagði Atli Viðar sem fannst völlurinn nokkuð sléttur en þó ekki upp á sitt besta. „Völlurinn er allt í lagi, hann er ekkert upp á sitt besta enda hefur tíðin ekki verið góð. Við tökum stigin þrjú og það er það eina sem við biðjum um í kvöld.“ sagði sáttur markaskorarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
FH-ingar byrja Íslandsmótið af nokkrum krafti þetta árið. Sigur á Keflavík í fyrsta leik sanngjarn. Gestirnir frá Keflavík mættu grimmir til leiks en gerðust sekir um ódýr mistök í fyrri hálfleik sem heimamenn nýttu sér til hins ítrasta. Mark frá Atla Viðari Björnssyni, ásamt marki frá Alberti Brynjari Ingasyni skildu liðin að í hálfleik. Keflvíkingar klóruðu í bakkann í upphafi síðari hálfleiks með marki frá Marjan Jugovic. 2-1 lokatölur leiksins og Íslandsmeistararnir byrja vel. Leikurinn byrjaði með miklum krafti og var mikið jafnræði með liðunum. Bæði lið fengu ágæt færi og ber þar helst að nefna skalla frá Herði Sveinssyni, leikmanni Keflavíkur, sem fór yfir markið. Á tuttugustu og fimmtu mínútu slapp Albert Brynjar einn í gegn en David Preece, markvörður gestanna, sá við honum. Það var þó ekki fyrr en á þrítugustu og fjórðu mínútu að mark kom í leikinn. Vörn Keflavíkur opnaðist og Björn Daníel sá sér leik á borði og sendi eina af mörgum stungusendingum inn á Atla Viðar Björnsson. Atli Viðar lét verja frá sér í fyrstu tilraun en kom svo knettinum yfir línuna og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn. Á 39. mínútu komust FH-ingar í 2-0. Vörn gestanna gerðist aftur sek um mistök og títtnefndur Björn Daníel þræddi boltann á Albert Brynjar Ingason sem skoraði framhjá Preece sem stóð eins og frosinn á línunni. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Keflavík kom mjög sterkt til leiks í síðari hálfleik og strax á 48. mínútu minnkaði Marjan Jugovic muninn með glæsilegu skallamarki. Jóhann Birnir Guðmundsson, besti maður Keflvíkinga í leiknum, sendi þá fastan bolta á hausinn á Jugovic sem sneyddi hann í fjærhornið. 2-1. Keflvíkingar sköpuðu sér ekki mikið fleiri færi í leiknum en áttu þess í stað mörg langskot sem Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH, átti ekki í miklum vandræðum með. Heimamenn voru líklegri, með Atla Viðar í broddi fylkingar, til að skora. Atli Viðar féll þrisvar niður í teignum og má segja að í eitt skiptið hafi Keflvíkingar sloppið með skrekkinn. Allt kom fyrir ekki og 2-1 varð niðurstaða leiksins. Hjá Keflvíkingum var Jóhann Birnir þeirra besti maður, en miðjan, með Frans Elvarsson, Sigurberg Elísson og Arnór Ingva Traustason innanborðs, virkaði mjög spræk. Varnarlína Keflvíkinga var að spila undir pari í dag og gerðist sek um afdrifarík mistök. Atli Viðar, ásamt Birni Daníel voru að öðrum ólöstuðum bestu leikmenn Íslandsmeistaranna. Björn Daníel var duglegur að dæla boltum innfyrir vörn gestanna þar sem Atli Viðar og Albert Brynjar voru klárir í hlaupin. Sigurinn sanngjarn. Keflvíkingar náðu ekki upp nægilega góðu spili. Þeir börðust vel en voru frekar úrræðalausir upp við mark FH-inga. Á hinn bóginn kláruðu heimamenn færin sín vel og sköpuðu sér nokkrar álitlegar marktilraunir. Zoran Ljubicic: Munurinn á liðunum að FH-ingar refsa grimmt„Mér finnst bara sorglegt að tapa miðað við frammistöðu okkar í dag,“ sagði Zoran Lubicic þjálfari Keflvíkinga eftir leik. „Mér fannst við spila mjög vel í svona 80 mínútur og þá sérstaklega fyrstu 35 mínúturnar. Við vorum með leikinn í höndunum og gerðum tvö mistök sem þeir refsuðu fyrir,“ sagði Zoran, og hélt áfram. „Þetta eru mistök sem við megum ekki gera og kannski er þetta munurinn á þessum liðum að þeir refsa mjög grimmt.“ Hann var þó nokkuð ánægður með leik sinna manna og hrósaði sínum mönnum fyrir góða frammistöðu og hafði ekki miklar áhyggjur af framhaldinu. „Heilt yfir verð ég að hrósa mínum leikmönnum fyrir góða frammistöðu og baráttu. Ef við höldum því áfram þá hef ég engar áhyggjur. Það er nóg eftir og ef við spilum eins og í dag þá getum við endað ofar.“ sagði Zoran Ljubicic að lokum. Jóhann Birnir: Skrýtnar tíu mínútur„Ég er bara drullusvekktur. Mér fannst við eiga skilið að fá eitthvað út úr þessu, en svona er þetta,“ sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur eftir tap sinna manna gegn FH-ingum. „Mér fannst lítið um færi hjá báðum liðum í seinni hálfleik en heilt yfir fannst mér við vera betri í leiknum. Fyrir utan þessar 10 mínútur. Mjög skrýtnar þessar tíu mínútur.“ sagði Jóhann og á við að vörn Keflavíkinga hríðlak um miðbik fyrri hálfleiks. „Þegar maður fær á sig mark þá kemur svona smá sjokk, en það var nú hálfklaufalegt seinna markið. Lélegt hjá okkur,“ sagði Jóhann að lokum. Atli Viðar Björnsson: Svo sannarlega ekki dýfaMynd/Daníel„Ég er mjög sáttur við þrjú stig svo við förum sáttir heim í kvöld.“ sagði FH-ingurinn Atli Viðar Björnsson eftir sigur gegn Keflavík í Krikanum. „Þetta var vinnuframlag hjá okkur í dag, liðsheildar bragur. Það má kannski biðja um betri bolta frá okkur en það kemur vonandi í sumar,“ sagði Ali Viðar en hann skoraði annað mark Íslandsmeistarana. Markaskorarinn féll þrisvar inni í teig gestanna. „Það voru engin víti þannig að það er ekki til umræðu. En þetta var svo sannarlega ekki dýfa. Atli Viðar viðurkenndi þó að vera orðinn þreyttur í þriðja skiptið þegar stúkan vildi víti. „Það hefði verið hægt að dæma víti í hinum tveimur,“ sagði Atli Viðar sem fannst völlurinn nokkuð sléttur en þó ekki upp á sitt besta. „Völlurinn er allt í lagi, hann er ekkert upp á sitt besta enda hefur tíðin ekki verið góð. Við tökum stigin þrjú og það er það eina sem við biðjum um í kvöld.“ sagði sáttur markaskorarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24
Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar klárast - allir leikir á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis. 6. maí 2013 18:45