Kemst ekki á öryggisfundi í vinnunni, fær ekki túlk Hrund Þórsdóttir skrifar 15. september 2013 18:51 Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira