Kemst ekki á öryggisfundi í vinnunni, fær ekki túlk Hrund Þórsdóttir skrifar 15. september 2013 18:51 Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“ Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira