Kemst ekki á öryggisfundi í vinnunni, fær ekki túlk Hrund Þórsdóttir skrifar 15. september 2013 18:51 Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“ Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira
Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær eru fjármunir sem ætlaðir voru til túlkaþjónustu í daglegu lífi á þessu ári búnir og því útlit fyrir að heyrnarlausir fái ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Hilmar Thorarensen Pétursson er heyrnarlaus og starfar sem vélfræðingur. Hann þarf reglulega að sækja öryggisfundi á vinnustað sínum en fékk bréf þess efnis á föstudaginn fyrir rúmri viku, að sjóður sem greiðir fyrir túlka væri tómur og hann þyrfti að láta yfirmann sinn vita af því. „Svo var fundur hjá mér á mánudaginn var þar sem allir voru að spjalla og ræða um það sem þurfti að tala um og ég gat ekki tekið neinn þátt í því. Ég sat þarna á fundi án þess að vita hvað færi fram. Þannig að ef það kemur einhver hætta upp í vinnunni þá lendi ég í rosalega miklum vanda því ég veit ekki hver réttu viðbrögðin eru af því að ég hef ekki getað fylgst með á fundunum,“ segir Hilmar. Skyldumæting er á fundina sem hafa mikla þýðingu fyrir starf Hilmars. „Þetta er ofsalega óþægilegt og yfirmaður minn lendir náttúrulega í vandræðum, hann á erfitt með að eiga samskipti við mig.“ Hilmar lenti líka í vandræðum þegar systir hans gifti sig, því hann fékk túlk í kirkjunni en ekki í veislunni og skyldi því ekkert sem fram fór. Hann segir nauðsynlegt að leysa málið sem fyrst. Ninja Dögg Torfadóttir, eiginkona Hilmars, hefur fulla heyrn og segir stöðuna mjög óþægilega fyrir fjölskylduna. „Hann er í þessum heppna hópi þannig séð því hann á mig að og ég er heyrandi. Ég þarf að hringja allt fyrir hann og gera allt sem túlkaþjónustan hefði annars séð um,“ segir Ninja. Ástandið hefur í för með sér mikið álag á Ninju. „Hann þarf algjörlega að stóla á mig, að ég sé til taks og ef eitthvað kemur upp á, í vinnu eða annars staðar, þá þarf ég að hlaupa til þannig að þetta er mjög óþægileg staða fyrir okkur.“
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Sjá meira