Erlent

Byssumaðurinn í París handtekinn

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Mikil leit hefur staðið yfir að manninum undanfarna daga.
Mikil leit hefur staðið yfir að manninum undanfarna daga. Mynd / AFP
Franska lögreglan handtók mann í kvöld sem er grunaður um að hafa staðið á bak við byssuárásirnar í París að undanförnu.

Hann var handtekinn í Bois-Colombes, tíu kílómetrum norður af París.

Mikil leit hafði staðið yfir að manninum. Hann hafði uppi hótanir í anddyri sjónvarpsstöðvarinnar BFMTV síðasta föstudag.

Á mánudag réðst hann inn í skrifstofur dagblaðsins Liberation, hleypti tvisvar af byssu sinni og særði alvarlega 23 ára mann. Tveimur klukkustundum síðar skaut sami maður úr byssu fyrir utan höfuðstöðvar bankans Société Générale. Enginn særðist í þeirri árás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×