Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir barnaklám Valur Grettisson skrifar 9. júlí 2013 14:25 Maðurinn játaði sök í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrjun júlí. Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Maðurinn játaði sök skýlaust fyrir dómara. Hann þarf að greiða verjanda sínum 200 þúsund krónur auk þess sem tölva hans hefur verið gerð upptæk. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft um nokkurt skeið yfir 160 ljósmyndir og 5 hreyfimyndir, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en tölvubúnaðurinn með myndefninu var haldlagður sama dag og maðurinn varð fyrir fólskulegri árás tveggja manna. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn, sem höfðu ráðist á hann, tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp. Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér. Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Rúmlega sextugur starfsmaður á frístundaheimili í Breiðholti var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi fyrir að hafa haft barnaklám í sinni vörslu. Refsingin fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Maðurinn játaði sök skýlaust fyrir dómara. Hann þarf að greiða verjanda sínum 200 þúsund krónur auk þess sem tölva hans hefur verið gerð upptæk. Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot með því að hafa haft um nokkurt skeið yfir 160 ljósmyndir og 5 hreyfimyndir, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, en tölvubúnaðurinn með myndefninu var haldlagður sama dag og maðurinn varð fyrir fólskulegri árás tveggja manna. Lögregla lagði upphaflega hald á tölvu mannsins í júlí í fyrra, eftir að tveir menn, sem höfðu ráðist á hann, tjáðu lögreglu að þeir hefðu gert það vegna þess að hann væri „barnaperri“. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í desember. Hann hafði tekið sér veikindaleyfi vegna árásarinnar í millitíðinni en snúið aftur til starfa nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Maðurinn hefur undanfarin ár starfað sem verkefnisstjóri á barnasviði frístundaheimilis fyrir börn og unglinga. Hann hefur verið í launuðu leyfi síðan málið kom upp. Daniel Arciszewski og Snorri Sturluson fengu í september í fyrra þriggja og tveggja og hálfs árs fangelsisdóma fyrir að ráðast inn til mannsins á heimili hans í Breiðholti og ræna hann, auk nokkurra smávægilegri brota. Tvímenningarnir bundu hann í stól, hótuðu honum líkamsmeiðingum og lífláti og neyddu hann til að millifæra á þá á fimmta hundrað þúsund. Þeir bundu hann á höndum með rafmagnssnúru ofan í baðkari, tróðu upp í hann tusku og límdu fyrir. Þeir héldu honum nauðugum í íbúðinni í sex klukkustundir og höfðu síðan ýmsar eigur hans á brott með sér.
Mest lesið Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels