Erlent

Slá skjaldborg um konur til að vernda þær fyrir kynferðisofbeldi

Jóhannes Stefánsson skrifar
Kvenkyns mótmælendur hafa margir mátt sæta kynferðisofbeldi í Egyptalandi.
Kvenkyns mótmælendur hafa margir mátt sæta kynferðisofbeldi í Egyptalandi. REUTERS
Hópur karlkyns mótmælenda og sjálfboðaliða í Egyptalandi hefur brugðið á það ráð að mynda hlífiskjöld um kvenkyns mótmælendur sem hafa þurft að þola kynferðislegt áreiti og ofbeldi.

Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa sagt að nærri hundrað konur hafi mátt þola mis alvarlegar árásir af kynferðislegum toga í mótmælunum sem hafa skapast vegna stjórnmálaástandsins í landinu.

Kynferðisofbeldi hefur lengi verið vandamál í Egyptalandi en tíðni þeirra og alvarleiki þykir hafa sett svartan blett á mótmælin núna sem líkt og árið 2011.

Sumir halda því fram að árásirnar séu gerðar af glæpamönnum sem nýta sér stjórnleysið sem ríkir á meðan mótmælin vara á meðan aðrir halda því fram að þær séu gerðar með skipulögðum hætti til að hræða konur frá því að taka þátt í mótmælunum og þar með fækka mótmælendum og draga úr hreyfingunni.

Hópur karla hefur myndað „gjá" sem er ætlað að vernda kvenkyns mótmælendur gegn ýmisskonar kynferðisofbeldi.
Hér sést fjöldi mótmælenda á Tahir-torgiREUTERS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×