Markahæsta mamman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2013 07:00 Harpa Þorsteinsson sést hér með strákinn sinn Steinar Karl Jóhannesson og Íslandsbikarinn sem hún vann með Stjörnunni í sumar. Mynd/Vilhelm Þetta hefur verið magnað tímabil fyrir Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna þar sem lið hennar vann alla 18 leiki sína og setti nýtt stigamet. Mikilvægi hennar sést einnig á því að eina tap Stjörnunnar á öllu tímabilinu var í leik þar sem Harpa var í leikbanni. Við þetta bætist að Harpa var með í sögulegum árangri kvennalandsliðsins í Svíþjóð í sumar sem komst í fyrsta sinn í átta liða úrslit í úrslitakeppni EM. „Þetta sumar er búið að vera frábært í alla staði og klárlega besta fótboltasumar sem ég hef upplifað. Við erum búnar að spila svo vel að það er frábært að vera sóknarmaður í svona liði. Við erum með boltann nær allan tímann og það er mikið hægt að búa til,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um sumarið 2013. Það er þó ein staðreynd sem gerir þetta sumar einkar sögulegt fyrir væntanlegan leikmann ársins í Pepsi-deild kvenna því mörkin hennar 28 skipa henni í efsta sætið yfir markahæstu mömmurnar í sögu deildarinnar.Met Ástu stóð í 28 ár Harpa eignaðist Steinar Karl í apríl 2011 og sneri aftur í boltann í júlí. Harpa skoraði sex mörk í níu síðustu leikjunum sumarið 2011 og hjálpaði Stjörnunni að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Í fyrra skoraði Harpa 17 mörk í 18 leikjum sem var fimmti besti árangur mömmu frá upphafi en sumarið í sumar var engu öðru líkt. Met Ástu B. Gunnlaugsdóttur var búið að standa í 28 ár og frá því áður en Harpa fæddist. Ásta skoraði 20 mörk í 13 leikjum fyrir Breiðablik sumarið 1985 en árið áður eignaðist hún Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur sem seinna varð Íslandsmeistari með Blikum eins og mamma hennar. Ásta getur huggað sig við það að hún á enn metið hjá tveggja barna mömmum því Ásta skoraði 12 mörk fyrir Blika sumarið 1992 eða fimm árum eftir að hún eignaðist landsliðskonuna Gretu Mjöll Samúelsdóttur.Mynd/DaníelSaknaði fótboltans „Ég fann það að ég átti auðvelt með að komast í form eftir að ég átti hann og þegar maður er í formi þá getur maður spilað vel ef maður kann fótboltann,“ sagði Harpa og það kom ekkert annað til greina en að koma strax til baka. „Ég saknaði þess að spila fótbolta þegar ég var ekki með. Ég var dugleg að hreyfa mig á meðgöngunni og það hjálpaði mikið til. Maður er háður því að vera að æfa oft í viku og þá hættir maður því ekkert,“ rifjar Harpa upp og hún mærir liðsheildina í Stjörnuliðinu sem hefur nú unnið þrjá titla síðan hún kom til baka. En veit strákurinn hennar hversu góð mamman er í fótbolta? „Ég held að hann fatti nú ekkert að ég sé eitthvað góð í fótbolta en hann er með það á hreinu að ég fer á æfingu þegar hann er búinn í leikskólanum og hann megi koma að horfa á þegar ég fer að keppa,“ segir Harpa létt. Harpa er alveg á því að mömmuhlutverkið hafi breytt sér sem fótboltakonu. „Ég þroskaðist mikið og mætti með annað viðhorf til æfinga. Maður er að fórna tíma frá fjölskyldu og frá honum og þá kannski breytist eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og ég vil gera þetta vel fyrst ég er að setja svona mikinn tíma í þetta,“ segir Harpa. Það er líka alltaf að verða algengara að konur haldi áfram í fótbolta eftir barnsburð og Harpa vekur athygli á þeirri staðreynd. „Það er fullt af mömmum í deildinni núna og það er ekki eins og þetta sé einsdæmi. Það er frábært,“ segir Harpa að lokum. Hvort Harpa eða einhver önnur mamma eigi eftir að gera svona vel í markaskorun í deildinni á eftir að koma í ljós en það þarf einstakt sumar til þess.Mynd/DaníelMarkahæsta mamman á einu tímabili í efstu deild kvenna:Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2013 - 28 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1985 - 20 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2007 - 19 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2008 - 19 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1999 - 19 mörkHarpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2012 - 17 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1991 - 16 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1997 - 15 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1998 - 12 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1992 - 12 mörkÍris Sæmundsdóttir, ÍBV 1998 - 11 mörkGuðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR 1996 - 11 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1994 - 11 mörk Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Þetta hefur verið magnað tímabil fyrir Stjörnukonuna Hörpu Þorsteinsdóttur. Hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna þar sem lið hennar vann alla 18 leiki sína og setti nýtt stigamet. Mikilvægi hennar sést einnig á því að eina tap Stjörnunnar á öllu tímabilinu var í leik þar sem Harpa var í leikbanni. Við þetta bætist að Harpa var með í sögulegum árangri kvennalandsliðsins í Svíþjóð í sumar sem komst í fyrsta sinn í átta liða úrslit í úrslitakeppni EM. „Þetta sumar er búið að vera frábært í alla staði og klárlega besta fótboltasumar sem ég hef upplifað. Við erum búnar að spila svo vel að það er frábært að vera sóknarmaður í svona liði. Við erum með boltann nær allan tímann og það er mikið hægt að búa til,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um sumarið 2013. Það er þó ein staðreynd sem gerir þetta sumar einkar sögulegt fyrir væntanlegan leikmann ársins í Pepsi-deild kvenna því mörkin hennar 28 skipa henni í efsta sætið yfir markahæstu mömmurnar í sögu deildarinnar.Met Ástu stóð í 28 ár Harpa eignaðist Steinar Karl í apríl 2011 og sneri aftur í boltann í júlí. Harpa skoraði sex mörk í níu síðustu leikjunum sumarið 2011 og hjálpaði Stjörnunni að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Í fyrra skoraði Harpa 17 mörk í 18 leikjum sem var fimmti besti árangur mömmu frá upphafi en sumarið í sumar var engu öðru líkt. Met Ástu B. Gunnlaugsdóttur var búið að standa í 28 ár og frá því áður en Harpa fæddist. Ásta skoraði 20 mörk í 13 leikjum fyrir Breiðablik sumarið 1985 en árið áður eignaðist hún Hólmfríði Ósk Samúelsdóttur sem seinna varð Íslandsmeistari með Blikum eins og mamma hennar. Ásta getur huggað sig við það að hún á enn metið hjá tveggja barna mömmum því Ásta skoraði 12 mörk fyrir Blika sumarið 1992 eða fimm árum eftir að hún eignaðist landsliðskonuna Gretu Mjöll Samúelsdóttur.Mynd/DaníelSaknaði fótboltans „Ég fann það að ég átti auðvelt með að komast í form eftir að ég átti hann og þegar maður er í formi þá getur maður spilað vel ef maður kann fótboltann,“ sagði Harpa og það kom ekkert annað til greina en að koma strax til baka. „Ég saknaði þess að spila fótbolta þegar ég var ekki með. Ég var dugleg að hreyfa mig á meðgöngunni og það hjálpaði mikið til. Maður er háður því að vera að æfa oft í viku og þá hættir maður því ekkert,“ rifjar Harpa upp og hún mærir liðsheildina í Stjörnuliðinu sem hefur nú unnið þrjá titla síðan hún kom til baka. En veit strákurinn hennar hversu góð mamman er í fótbolta? „Ég held að hann fatti nú ekkert að ég sé eitthvað góð í fótbolta en hann er með það á hreinu að ég fer á æfingu þegar hann er búinn í leikskólanum og hann megi koma að horfa á þegar ég fer að keppa,“ segir Harpa létt. Harpa er alveg á því að mömmuhlutverkið hafi breytt sér sem fótboltakonu. „Ég þroskaðist mikið og mætti með annað viðhorf til æfinga. Maður er að fórna tíma frá fjölskyldu og frá honum og þá kannski breytist eitthvað. Þetta er eitthvað sem ég er að gera fyrir sjálfa mig og ég vil gera þetta vel fyrst ég er að setja svona mikinn tíma í þetta,“ segir Harpa. Það er líka alltaf að verða algengara að konur haldi áfram í fótbolta eftir barnsburð og Harpa vekur athygli á þeirri staðreynd. „Það er fullt af mömmum í deildinni núna og það er ekki eins og þetta sé einsdæmi. Það er frábært,“ segir Harpa að lokum. Hvort Harpa eða einhver önnur mamma eigi eftir að gera svona vel í markaskorun í deildinni á eftir að koma í ljós en það þarf einstakt sumar til þess.Mynd/DaníelMarkahæsta mamman á einu tímabili í efstu deild kvenna:Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2013 - 28 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1985 - 20 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2007 - 19 mörkHrefna Huld Jóhannesdóttir, KR 2008 - 19 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1999 - 19 mörkHarpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan 2012 - 17 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1991 - 16 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1997 - 15 mörkHelena Ólafsdóttir, KR 1998 - 12 mörkÁsta B. Gunnlaugsdóttir, Breiðablik 1992 - 12 mörkÍris Sæmundsdóttir, ÍBV 1998 - 11 mörkGuðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR 1996 - 11 mörkLaufey Sigurðardóttir, ÍA 1994 - 11 mörk
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira