Erlent

Ákærður í 139 liðum fyrir nauðgun

Castro og húsið þar sem konunum var haldið föngnum.
Castro og húsið þar sem konunum var haldið föngnum.

Ariel Castro hefur verið ákærður í 329 liðum fyrir að hafa haldið þremur konum föngnum í áratug.

Meðal annars er hann ákærður 139 liðum fyrir nauðgun, 177 liðum fyrir frelsissviptingu auk þess sem hann er ákærður fyrir líkamsárásir og önnur kynferðisbrot.

Castro, sem er 52 ára gamall, var handtekinn fyrr í sumar eftir að nágranni hans varð var við hjálparkall einnar konunar sem var rænt. Hann bjargaði þeim svo úr prísundinni og Castro var handtekinn í kjölfarið.

Saksóknari segir í viðtali við BBC að næsta skref sé að koma á laggirnar sérstakri nefnd sem mun meta það hvort fara eigi fram á dauðarefsingu yfir Castro.

Frásögn kvennanna af vítisvistinni eru sláandi, en þar lýsir ein þeirra, Michelle Knight, því að Castro hafi misþyrmt henni og svelt með þeim afleiðingum að hún missti fimm fóstur. Amanda Berry, ein af konunum þremur, eignaðist svo litla stúlku í plastlaug. Ástæðan fyrir því að hún eignaðist barnið í lauginni var til þess að það væri auðveldara að þrífa á eftir. 

Knight var hinsvegar skipað að taka á móti barninu. Þá hótaði Castro henni lífláti ef barnið lifði ekki fæðinguna af.

Þegar stúlkan kom í heiminn andaði hún ekki, en Knight tókst að endurlífga hana með munn við munn aðferðinni.

Mál Castro verður tekið fyrir eftir helgi. Samkvæmt lögmönnum Castro mun hann neita öllum sakargiftum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×