Enski boltinn

Rooney með sigurmark og mislukkað víti í endurkomunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Wayne Rooney fagnar sigurmarki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney snéri aftur í lið Manchester United í kvöld eftir þriggja vikna fjarveru vegna meiðsla og hélt upp á það með því að tryggja liðinu sæti í 4. umferð ensku bikarkeppninnar.

Manchester United vann þá 1-0 heimasigur á West Ham en Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins á strax á 9. mínútu leiksins. Markið kom eftir stoðsendingu frá Javier Hernández.

Rooney fékk möguleika til að bæta við marki í seinni hálfleik en skaut þá yfir úr vítaspyrnu. Giggs var maðurinn á bak við vítið en það var dæmt fyrir hendi á varnarmann West Ham.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gat leyft sér að hvíla Robin van Persie í kvöld en hann er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Wayne Rooney spilaði þarna sinn fyrsta leik á árinu og þann fyrsta síðan að hann meiddist á æfingu á jóladag. Hann stimplaði sig því aftur inn með stæl.

Manchester United mætir Fulham í 4. umferðinni sem verður spiluð helgina 26. til 27. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×