Enski boltinn

Rodgers: Luis Suarez verður áfram hjá Liverpool

Stefán Árni Pálssson skrifar
Luis Suarez
Luis Suarez Mynd. / Getty Images
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að framherjinn Luis Suarez muni ekki yfirgefa klúbbinn eftir tímabilið ef félagið nær ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Suarez mun hafa tjáð sig um möguleg vistaskipti leikmannsins í heimalandi sínu þegar hann lék með úrúgvæska landsliðinu á dögunum en Rodgers heldur því fram að málið hafi verið blásið upp.

„Suarez er ekki á leiðinni frá félaginu og var málið blásið upp sem má rekja til slæmrar þýðingar yfir á ensku."

„Leikmaðurinn er þreyttur eftir þessa landsleiki, en það hefur samt sem áður enginn áhrif á metnað og dugnað hans, þetta er ótrúlegur karakter og fær einfaldlega ekki nægilega mikið hrós fyrir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×