Erlent

Risastór jarðskjálfti við Kamchatka

Höfuðstöðvar kjarnorkukafbáta rússneska hersins er að finna í Kamchatka.
Höfuðstöðvar kjarnorkukafbáta rússneska hersins er að finna í Kamchatka.

Risastór jarðskjálfi, sem mældist 8.2 á Richter, varð undan austurströnd Rússlands í nótt. Engin slys eru á mönnum en menn óttast að flóðbylgja geti fylgt í kjölfarið.

Skjálftann má rekja til dýpis í Okhotsk-hafi og fannst hann vel í Petropavlovsk-Kamchatsky, sem er stærsta borg Kamchatka. Þar eru höfuðstöðvar kjarnorkukafbáta rússneska hersins auk þess sem miklar olíbirgðir er þar að finna. Þá fundu íbúar í norðurhluta Japan skjálftan en þar hefur ekki verið gefin út nein flóðbylgjuviðvörun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×