Erlent

Heathrow flugvelli lokað vegna nauðlendingar

Báðum aðalflugbraútum á Heathrow-flugvelli í London hefur verið lokað, og þar með flugvöllurinn allur, vegna nauðlendingar farþegaþotu þar nú í morgun.

Farþegar vélarinnar yfirgáfu vélina og eru allir heilir á húfi, áhöfn og farþegar. Í breskum fjölmiðlum kemur fram að um Airbus A319 þotu hafi verið að ræða með 75 farþega um borð á leið frá London til Osló.

Eldur mun hafa komið upp í öðrum hreyfli þotunnar skömmu eftir flugtak og var því ákveðið að snúa henni við og nauðlenda á Heathrow. Fram kemur að þegar er búið að opna aðra flugbrautina og hin verður brátt opnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×