Erlent

Norðurljós á Hróarskelduhátíðinni

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar gera tilraun til þess að búa til norðurljós í stærsta tónleikatjaldi svæðisins.
Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar gera tilraun til þess að búa til norðurljós í stærsta tónleikatjaldi svæðisins.
Aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar leggja nú lokahönd á undirbúning hátíðarinnar sem fram fer um helgina. Þeir tónleikagestir sem sækja tónleika í Arena-tjaldinu fá þó örlítið öðruvísi upplifun, en tjaldið verður lýst upp með marglitum ljósum sem eiga að minna á norðurljós og verða sjáanleg úr kílómetra fjarlægð.

Arena-tjaldið er stærsta tónleikatjald hátíðarinnar en þar munu okkar íslensku Of Monsters and Men spila á föstudagskvöldið og Sigur Rós kvöldið eftir. Ljósahönnuðurinn Catja Thystrup sagði í samtali við Politiken.dk að búið væri að hanna nokkrar mismunandi útfærslur á „norðurljósunum“ og að þau yrðu kveikt yfir alla hátíðina. Hún segir ljósin mjög dýnamísk og að notast verði við ákveðna grunnliti.

Einnig segir Catja að búið sé hengja upp 15 glerkúlur sem eigi að minna á stjörnurnar á himninum. Vonast hún til að tónleikagestirnir í Arena-tjaldinu geti litið upp og séð stjörnurnar og norðurljósin.

Frá Hróarskelduhátíðinni í ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×