Blikar sem börn í upphitunarmyndbandi fyrir úrslitaleikinn
Stefán Árni Pálsson skrifar
Breiðablik og Þór/KA mætast í bikarúrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli á morgun klukkan fjögur en um er að ræða stærsta knattspyrnuleik ársins í kvennafótboltann.
Blikar hafa sent frá sér einskonar upphitunarmyndband þar sem leikmenn liðsins eru kynntir ásamt eldgömlum myndum af stelpunum.
Breiðablik hefur fimmtán sinnum farið í bikarúrslitaleikinn sjálfan og þekkir félagið vel til hans.