Erlent

Aðstoðarkonur Nigellu sýknaðar af ákæru um fjárdrátt

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tvær aðstoðarkonur sjónvarpskokksins voru ákærðar fyrir fjárdrátt.
Tvær aðstoðarkonur sjónvarpskokksins voru ákærðar fyrir fjárdrátt. mynd/getty
Tvær aðstoðarkonur sjónvarpskokksins Nigellu Lawson hafa verið sýknaðar af ákærum um fjárdrátt.

Systrunum Francescu og Elisabettu Grillo var gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína með kreditkorti fyrirtækis Lawson, en sjálfar fullyrtu þær að hún hefði leyft notkun þeirra á kortunum.

Fjárhæðin sem um ræðir er 685 þúsund pund, en það samsvarar rúmum 130 milljónum króna. Sögðu systurnar að Lawson hefði leyft þeim að eyða peningunum til þess að fela fíkniefnaneyslu hennar.

Lawson játaði fyrir rétti að hafa notað kókaín og kannabisefni en þrætti fyrir það að vera háð efnunum.


Tengdar fréttir

Nigella játar neyslu kókaíns

Stjörnu- sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson hefur nú játað að hafa tekið kókaín. Hún bar vitni í dag fyrir dómstólum og í fyrstu neitaði Nigella ásökunum.

Sagðist ekki vita hvort Nigella notaði eiturlyf

Fyrrverandi eiginmaður hennar bar vitni fyrir rétti í dag og sagist þess fullviss að Nigella hefði ekki heimilað aðstoðarkonum sínum að eyða fjármunum hjónanna að vild.

Nigella neitar eiturlyfjaneyslu

Stjörnukokkurinn Nigella Lawson bar vitni fyrir dómstólum í dag í máli gegn fyrrverandi aðstoðarkonum hennar.

„Ég er ekki fíkill“

Sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson sagði í rétti í gær að hún væri ekki stolt af eiturlyfjanotkun sinni en hún hefur viðurkennt að hafa notað kókaín og kannabis.

#TeamNigella

Allt sem þú þarft að vita um réttarhöldin yfir ítölsku systrunum Fransescu og Elisabettu Grillo, fyrrverandi aðstoðarkonum Nigellu Lawson og fyrrverandi eiginmanns hennar, Charles Saatchi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×