Innlent

Nigella játar neyslu kókaíns

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/AFP
Stjörnu- sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson hefur nú játað að hafa tekið kókaín. Hún bar vitni í dag fyrir dómstólum og í fyrstu neitaði Nigella ásökunum. BBC greinir frá.

Hún neitar því að eiga við fíkniefnavanda að stríða og segist hafa tekið efnin yfir tvö tímabil í lífi sínu. Þegar fyrrum eiginmaður hennar, John Diamond, var veikur af krabbameini og aftur í júlí 2010 með fyrrverandi eiginmanni sínum, Charles Saatchi.

Hún segist hafa tekið efnið í sex skipti með Diamond en víman af efninu hefði veitt honum ákveðið frelsi. Hún sagðist hafa verið í samskiptum við lækni á því tímabili enda hefði hún borið ábyrgð á fjölskyldu þeirra hjóna á meðan Diamond var veikur.


Tengdar fréttir

Sagðist ekki vita hvort Nigella notaði eiturlyf

Fyrrverandi eiginmaður hennar bar vitni fyrir rétti í dag og sagist þess fullviss að Nigella hefði ekki heimilað aðstoðarkonum sínum að eyða fjármunum hjónanna að vild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×