Gylfi Þór hélt leyndarmálinu fyrir sína allra nánustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2013 22:03 Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Arnþór „Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
„Það vorum bara við konan og svo mamma og pabbi sem vissum þetta. Restin hafði ekki hugmynd um þetta,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór fylgdist með kjörinu í húsakynnum sínum í London ásamt fjölskyldu sinni sem hefur verið í heimsókn yfir hátíðarnar. Sjónvarpsútsendingunni var lokið þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í kvöld. „Það eru tíu til tólf hérna eftir úr fjölskyldunni. Það var bara mjög fín stemmning,“ segir Gylfi. Hann segist ekkert hafa verið nálægt því að missa út úr sér til fjölskyldunnar sá heiður sem hann vissi að sér yrði sýndur í kvöld. „Nei, ég held að þetta hafi verið skemmtilegra að hafa þetta svona óvænt.“ Gylfi Þór segir sér sýndur mikill heiður að hafa verið kjörinn íþróttamaður árisns. Hann segist vel meðvitaður að árangur íslenska karlalandsliðsins hafi vegið þungt í kjörinu. „Auðvitað er þetta viðurkenning fyrir landsliðið og svo hvernig síðasta tímabil mitt hjá Tottenham endaði og þetta byrjaði,“ segir Gylfi. Okkar maður var úti í kuldanum hjá Andre Villas-Boas, þáverandi stjóra Tottenham, fyrstu vikurnar eftir landsleikina gegn Króatíu. Eftir að Portúgalinn var rekinn og Tim Sherwood tók við hefur Gylfi spilað alla þrjá leiki liðsins frá upphafi til enda. Hann er óviss hvort hann byrji leikinn á morgun gegn Stoke. „Það er fundur í fyrramálið. Það getur verið að stjórinn geri einhverjar breytingar enda búið að vera mikið álag á stuttum tíma,“ segir Gylfi. Hann er á báðum áttum hvernig hann hafi nýtt tækifærið sitt í leikjunum þremur. „Ég var á miðjunni í fyrsta leiknum gegn West Ham og þá var ég miklu meira í boltanum. Það er allt öðruvísi en á kantinum. Þá er ég meira að gefa sendingar og komast inn í vítateiginn í staðinn fyrir að reyna að hlaupa á 100 kílómetra hraða framhjá leikmönnum. Mínir hæfileikar liggja ekki þar,“ segir Gylfi sem hefur verið á kantinum í undanförnum tveimur leikjum. „Aaron Lennon og Andros Townsend meiddust og því hef ég verið á kantinum sem hefur gengið svona allt í lagi. Ég er bara enginn kantmaður og er ekket að fara að hlaupa framhjá tíu mönnum og gefa boltann fyrir,“ segir nýkjörinn íþróttamaður ársins árið 2013, Gylfi Þór Sigurðsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira