Innlent

Almannatengslafyrirtæki fær 22,5 milljónir útaf makríldeilunni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Almannatengslafyrirtækið Burson-Marsteller fær 22,5 milljónir fyrir að kynna málstað Íslands í makríldeilunni. Þetta kemur fram í fjáraukalagafrumvarpinu.

Gerður var samningur við fyrirtækið í tengslum við Icesave málið á sínum tíma. í greinargerð með frumvarpinu segir að sá samningur hafi einnig verið notaður til að koma á framfæri sjónarmiðum Íslendinga í makríldeilunni. Með dómi í Icesave málinu hafi þjónusta Burson-Marsteller að mestu leyti tengst makríldeilunni, nánar tiltekið að koma málstað og sjónarmiðum Íslands skilmerkilega á framfæri og styrkja stöðu landsins fyrir samningaviðræður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×