Innlent

"Það er skárra að vera barn en skíthæll“

„Þú ert bara skíthæll, það er það sem þú ert,“ sagði Páll Magnússon útvarpsstjóri við sjónvarpsmanninn Helga Seljan þegar til orðaskipta kom á milli þeirra í anddyri Útvarpshússins í morgun.

Mikill hiti var á starfsmannafundi vegna uppsagna í gær. Alls var 60 sagt upp störfum.

Á fundinum spurði Helgi Seljan útvarpsstjóra meðal annars út í þær kenningar að þetta útspil, að segja upp þessum fjölda, væri í raun allt saman leikrit til að gefa ríkisstjórninni langt nef og sýna vald sitt.

Páll brást hinn versti við og hundskammaði hann Helga í kjölfarið, samkvæmt heimildum Vísis.

Eftir fundinn kom til orðaskipta á milli þeirra, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Samskipti þeirra má sjá hér fyrir neðan, og í meðfylgjandi myndbandi.

Þú ættir að skammast þín. Þú ert óþverri. 



-Palli, þetta er það sem talað er um...

Hverjum dettur þetta í hug? Að ég geri mér það að leik að segja upp fólki til að ná til stjórnmálamanna? Þú ættir að skammast þín bara.

-Palli, hann spurði bara...

Þetta er ekki spurning. Þetta er innuendo (dylgjur), það er undirliggjandi... mannfyrirlitning og ætlar mér sömu tilfinningar og þú kannski? Þú ert bara skíthæll, það er það sem þú ert.

-Þetta er bara barnalegt.

Er ég barn? Það er skárra að vera barn en skíthæll.

-Þetta var bara fréttamannaspurning...

Fréttamannaspurning? Þetta var starfsmannafundur.


Tengdar fréttir

Starfsmenn RÚV í áfalli

Gunnar Magnússon, Formaður félags starfsmannasamtaka RÚV, segir starfsmenn í sjokki. Átakafundur var með starfsmönnum og útvarpsstjóra.

Páll biðst afsökunar

"Auðvitað á maður ekki að reiðast svona, og þaðan af síður að kalla fólk illum nöfnum. Þannig að ég bið Helga Seljan og allan heiminn afsökunar," segir hann.

„Þetta var erfiður fundur“

"Þetta var erfiður fundur enda erfiðar aðgerðir,“ sagði Páll Magnússon útvarpsstjóri stuttu eftir að tilfinningaþrungnum fundi lauk í Útvarpshúsinu í dag.

Fjöldi mótmælti við útvarpshúsið

Fjöldi fólks mótmælti fyrir utan útvarpshúsið við Efstaleiti í dag, en mótmælin voru undir yfirskriftinni Stöndum með Ríkisútvarpinu.

Páll fundar með starfsfólki

Páll Magnússon, útvarpsstjórri, ætlar að funda með starfsfólki Ríkisútvarpsins á Markúsartorgi í Efstaleiti klukkan ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×