Innlent

Páll biðst afsökunar

Það var hart tekist á, á starfsmannafundi í útvarpshúsinu í dag en jafnvel harðar á göngunum. Þar kallaði Páll Magnússon, Helga Seljan ítrekað skíthæl.

Forsaga málsins er sú að á starfsmannafundinum spurði Helgi hvort að aðgerðir síðustu daga væru partur af leikriti eða spuna, til þess að gefa stjórnvöldum langt nef vegna niðurskurðarins. Páll brást illa við þeim spurningum Helga og skammaði hann líkt og hund, að sögn sjónarvotta.

Þegar Helgi hugðist ná tali af Páli, eftir fundinn brást hann hinn versti við, eins og sjá má hér.

Nú harmar Páll þá hegðun sína.

„Ég reiddist Helga Seljan því mér fannst hann ætla mér að ég hefði staðið í uppsögnum á 39 manns hér í gær sem hluti af einhverju útspili, part af einhverju leikriti gagnvart stjórnvöldum," segir Páll. 

„Auðvitað á maður ekki að reiðast svona, og þaðan af síður að kalla fólk illum nöfnum. Þannig að ég bið Helga Seljan og allan heiminn afsökunar," segir hann. 


Tengdar fréttir

Mörg þúsund mótmæla uppsögnum á RÚV

1.300 manns hafa boðað komu sína á mótmæli vegna niðurskurðar og uppsagna. Þá hafa rúmlega 8.000 skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra um að afturkalla uppsagnirnar.

„Þetta var erfiður fundur“

"Þetta var erfiður fundur enda erfiðar aðgerðir,“ sagði Páll Magnússon útvarpsstjóri stuttu eftir að tilfinningaþrungnum fundi lauk í Útvarpshúsinu í dag.

Páll fundar með starfsfólki

Páll Magnússon, útvarpsstjórri, ætlar að funda með starfsfólki Ríkisútvarpsins á Markúsartorgi í Efstaleiti klukkan ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×