Erlent

Byssumaður skaut öryggisvörð á LAX

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ástand árásarmannsins er óljóst.
Ástand árásarmannsins er óljóst. Mynd/AFP
Vopnaður maður réðst inn á flugvöllin í Los Angeles í dag og skaut öryggisvörð til bana. Sex aðrir slösuðust áður en árásarmaðurinn var skotinn skotinn og handtekinn. Reuters greinir frá þessu.

Mikið uppnám varð á flugvellinum og þurfti að fresta flugum og rýma svæði.

„Einstaklingur kom inn á svæði 3 á flugvellinum, dró árásarriffil upp úr tösku og hóf skothríð,“ sagði Patrick Gannon, lögreglustjóri flugvallarins á fréttamannafundi.

Talið er að nokkrir öryggisvarða flugvallarins hafi orðið fyrir skoti og einn lést. Ástand árásarmannsins er óljóst.

Gestir flugvallarins sögðust hafa heyrt skothvell og þá hafi flestir hent sér í jörðina. Aðrir tóku til fótanna og mikill glundroði hafi orðið á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×