Erlent

Búa sig undir hefnd

Hakimullah Mehsud
Hakimullah Mehsud
Mikill viðbúnaður er nú í Pakistan en yfirvöld þar í landi búa sig undir hefndaraðgerðir Talibana eftir að leiðtogi þeirra, Hakimullah Mehsud, féll í loftárás Bandaríkjahers í gær.

Talið er að ómönnuð flugvél hafi skotið flugskeytum á bíl Mehsud í Dande Dara-héraði, þrír aðrir féllu í árásinni. Sem stendur eru fregnir óljósar. Hvorki Bandaríkjamenn né stjórnvöld í Pakistan vilja staðfesta að Mehsud hafi fallið í árásinni en Talibanar hafa þó gert það. Nær öruggt þykir að Talibanar reyni að hefna Mehsud.

Skiptar skoðanir eru um aðgerðir bandarískra hersins. Háttsettir aðilar pakistönsku stjórninni hafa lýst óánægju sinni með árásina og fullyrða að hún hafi kollvarpað hugmyndum um friðarviðræður við Talibana enda hafði Mehsud sjálfur lýst yfir áhuga á slíkum viðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×