Erlent

Flugmenn blindaðir með leysigeisla

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Flugmenn hafa lent í erfiðleikum við lendingu er óprúttnir aðilar leika sér að því að beina leysigeisla í augu þeirra.
Flugmenn hafa lent í erfiðleikum við lendingu er óprúttnir aðilar leika sér að því að beina leysigeisla í augu þeirra. Mynd/Getty Images
Það færist í aukana að flugmenn séu truflaðir við flugtak eða lendingu með því að beint sé í augu þeirra ljósleysi eða leysigeisla (e. laser). Á fyrstu níu mánuðum ársins eru skráð tilvik um þetta orðin 3,188 talsins. Frá þessu er greint á Bloomberg Businessweek. Árið 2011 voru tilvikin 3600 talsins en nú stefnir í að í lok árs verði þau um 4000.

„Þessu stigi heimsku og samviskulauss skeytingarleysis við öryggi flugáhafnarinnar og fólks um borð í flugvélum ætti að vera mætt með viðurlögum sem samræmast þeirri hættu sem þetta setur fólkið um borð í vélinni í, og mögulega fólk á jörðu niðri, í,“ sagði Dan Lungren, fyrrverandi þingmaður í Kaliforníu á öryggisráðstefnu sem var haldin á síðasta ári um leysigeisla.





Leysigeisli er ekki endiega dýr í innkaupum en getur verið öflugur.
Ljósleysi sem er nógu öflugur til þess að trufla áhöfn í flugi er auðvelt að kaupa og hann kostar ekki mikið. Hefur það gerst að ljósleysir hafi truflað flugmann svo mjög að þurft hafi að hætta við lendingu eða aðstoðarflugmaður hafi neyðst til þess að taka við stjórn flugvélarinnar. FAA, Federal aviation agency, stofnun sem sér um öryggi borgara þegar flugmál eru annars vegar, hefur fyrirskipað flugmönnum að tilkynna tilvikin og hafa samband við lögregluyfirvöld. Alríkislögreglan getur sektað menn um allt að 11 þúsund dollara, sem er næstum ein og hálf milljón íslenskra króna, gerist þeir uppvísir af uppátækinu. 95 voru sektaðir vegna þessa í fyrra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×