Erlent

NSA hleraði líka á Spáni

Hinar víðtæku hleranir NSA hafa valdið vinaþjóðum Bandaríkjanna mikilli gremju.
Hinar víðtæku hleranir NSA hafa valdið vinaþjóðum Bandaríkjanna mikilli gremju.
Enn berast fregnir af víðtækri njósnastarfsemi Bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar en spænskir miðlar fullyrða að stofnunin sem gengur undir nafninu NSA, hafi hlerað rúmlega sextíu milljónir símtala á aðeins einum mánuði á Spáni. Upplýsingarnar koma frá uppljóstraranum Edward Snowden, sem flúði undan bandarískum yfirvöldum og hefur fengið tímabundið hæli í Rússlandi.

NSA safnaði saman símanúmerum og staðsetningu símtalanna, en hlustaði ekki á hvert og eitt símtal, enda væri slíkt ógjörningur. Þetta er svipuð aðferð og komið hefur í ljós að stofnunin hefur beitt í fleiri löndum, á borð við Frakkland og Ítalíu og þá hefur einnig komið í ljós að stofnunin hleraði síma 35 þjóðarleiðtoga um allan heim. Evrópusambandið hefur sett saman rannsóknarnefnd sem nú undirbýr heimsókn til Washington þar sem fundað verður vegna þessara mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×