Fjármagn tryggt til túlkaþjónustu Hrund Þórsdóttir skrifar 10. október 2013 18:30 Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár og renna fjármunirnir í Félagslega sjóðinn sem ætlaður er fyrir túlkun við ýmsar athafnir daglegs lífs. Á fjárlögum voru upphaflega veittar 12,6 milljónir króna til þessa en framlagið nú nemur sex milljónum króna. Því er ætlað að leysa tímabundið úr þeim vanda sem upp er kominn vegna túlkaþjónustu, en sjóðurinn tæmdist í byrjun septembermánuðar og var útlit fyrir að heyrnarlausir fengju ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Sjóðurinn þjónar um 200 manns og kemur inn á öll svið daglegs lífs heyrnarlausra og oft atvinnu þeirra. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra snemma í september, en þá sagði hann ekki hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag var fjallað um málið og sagði lögmaðurinn Hrefna Dögg Gunnarsdóttir að réttindi heyrnarlausra til að tjá sig með táknmáli væru tryggð í lögum. „Með þessari stöðu hefur dregið úr þessum lögbundnu réttindum sem heyrnarlausir hafa til að tjá sig á táknmáli, ekki eingöngu í samskiptum við opinber stjórnvöld heldur líka í daglegu lífi og það held ég að sé staða sem þurfi mjög gagngert að taka til endurskoðunar,“ sagði Hrefna. Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar og benti Hrefna á að þótt ríkjum væri gefið svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi væru þau bundin af lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þá sagði hún Mannréttindadómstól Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlættu ekki brot gegn skyldum ríkisins samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. „Mannréttindi eru ekki munaður og þar af leiðandi er ekki hægt að skera þau niður eins og einhvern lúxus,“ sagði Hrefna. Fjármagn hefur nú, eins og áður sagði, verið tryggt. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra, um að hækka framlag til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra fyrir þetta ár og renna fjármunirnir í Félagslega sjóðinn sem ætlaður er fyrir túlkun við ýmsar athafnir daglegs lífs. Á fjárlögum voru upphaflega veittar 12,6 milljónir króna til þessa en framlagið nú nemur sex milljónum króna. Því er ætlað að leysa tímabundið úr þeim vanda sem upp er kominn vegna túlkaþjónustu, en sjóðurinn tæmdist í byrjun septembermánuðar og var útlit fyrir að heyrnarlausir fengju ekki þessa nauðsynlegu þjónustu fyrr en á nýju ári. Sjóðurinn þjónar um 200 manns og kemur inn á öll svið daglegs lífs heyrnarlausra og oft atvinnu þeirra. Félag heyrnarlausra lýsti þungum áhyggjum af stöðunni í bréfi til menntamálaráðherra snemma í september, en þá sagði hann ekki hægt að mæta þörf fyrir aukið fjármagn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag var fjallað um málið og sagði lögmaðurinn Hrefna Dögg Gunnarsdóttir að réttindi heyrnarlausra til að tjá sig með táknmáli væru tryggð í lögum. „Með þessari stöðu hefur dregið úr þessum lögbundnu réttindum sem heyrnarlausir hafa til að tjá sig á táknmáli, ekki eingöngu í samskiptum við opinber stjórnvöld heldur líka í daglegu lífi og það held ég að sé staða sem þurfi mjög gagngert að taka til endurskoðunar,“ sagði Hrefna. Lög mæla fyrir um að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt íslensku og að óheimilt sé að mismuna fólki eftir því hvort málið það notar og benti Hrefna á að þótt ríkjum væri gefið svigrúm til að bregðast við lakara efnahagsástandi væru þau bundin af lögum og alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þá sagði hún Mannréttindadómstól Evrópu hafa komist að þeirri niðurstöðu að minni fjármunir ríkissjóðs réttlættu ekki brot gegn skyldum ríkisins samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. „Mannréttindi eru ekki munaður og þar af leiðandi er ekki hægt að skera þau niður eins og einhvern lúxus,“ sagði Hrefna. Fjármagn hefur nú, eins og áður sagði, verið tryggt.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent