Erlent

Listamaðurinn Banksy plataði New York búa upp úr skónum - seldi milljónaverk á slikk

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hér má sjá mann selja verk Banksy á götunni.
Hér má sjá mann selja verk Banksy á götunni.
Listamaðurinn Banksy ákvað að selja verk sín í Central Park í New York . Þar seldust verk hans fyrir 60 dollara stykkið sem eru um sjö til átta þúsund íslenskar krónur. Venjulegt verð á á verkum eftir Banksy er um þrjár til fjórar milljónir.

Þetta kemur fram á Gawker.com. Banksy skrifaði um tilraunina á bloggi sínu en það seldust ekki mörg verk þennan dag. Tvö af þeim verkum sem seld voru, voru meira að segja prúttuð niður í 30 dollara.

Banksy er mjög þekktur listamaður eða graffari og verk hans þykja að vera pólitísk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×