Erlent

NSA safna milljónum tenglalista

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Upplýsingaöflun NSA hefur verið tölvustýrð og ekki beint að ákveðnum einstaklingum.
Upplýsingaöflun NSA hefur verið tölvustýrð og ekki beint að ákveðnum einstaklingum.
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, hefur safnað milljónum tenglalista í tölvupóst- og spjallforritum um allan heim í þeim tilgangi að finna hugsanleg tengsl við hryðjuverkastarfsemi og annað glæpsamlegt athæfi.

Þetta kemur fram í leynilegum skjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak og hafa yfirmenn leyniþjónustunnar staðfest það.

Upplýsingaöflunin hefur verið tölvustýrð og ekki beint að ákveðnum einstaklingum heldur fjöldanum. Á einum degi í fyrra safnaði NSA 444.743 tenglalistum frá Yahoo, 105.068 frá Hotmail, 82.857 frá Facebook, 33.697 frá Gmail og 22.881 frá öðrum.

Er þetta sagður dæmigerður fjöldi á dag en að auki er NSA sagt safna tenglum frá um 500 þúsund vinalistum í spjallforritum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×