Stefna á hallalaus fjárlög Höskuldur Kári Schram skrifar 1. október 2013 16:00 Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í dag fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2014. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs aukist um rúman 31 milljarð á milli ára. Fari úr tæpum 556 milljörðum í rúma 587 milljarða. Á sama tíma er gert ráð fyrir að heildarútgjöld aukist um 300 milljónir og fari úr 586.743 milljörðum í 587.096 milljarða.Tekjuskattur lækkar Tekjuskattur á einstaklinga á að skila rúmum 130 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári og eykst um 3,6 milljarða milli ára. Tekjuskattur fyrirtækja á að skila 45,6 milljörðum og eykst einnig um 3,6 milljarða frá fyrra ári. Virðisaukaskattur á að skila 156,7 milljörðum á næsta ári og eykst um rúma 9 milljarða milli ára. Ekki er þó gert ráð fyrir hækkun tekjuskatts. Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskattsins verður lækkað um 0,8%, úr 25,8% í 25%. Þá verður farið í endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu með það að markmiði að draga úr bili milli skattþrepa, fækka undanþágum og auka skilvirkni. Vörugjöld verða einnig endurskoðuð og tryggingagjaldið verður lækkað um 0,34 prósentustig á næstu þremur árum.Bankaskattur á þrotabú gömlu bankanna Sparnaður vegna aðhaldsaðgerða nemur tólf milljörðum. Fallið verður frá nýlegum eða óútfærðum verkefnum fyrir 5,8 milljarða. Veltutengdar aðhaldsaðgerðir ráðuneyta eiga að spara 3,6 milljarða og aðrar sértækar aðgerðir eiga að lækka útgjöld um 2,6 milljarða. Þá stendur til að endurskoða skilmála skuldabréfs sem var gefið út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands eftir bankahrun. Sú endurskoðun á að lækka vaxtagreiðslur ríkissjóðs um tæpa 11 milljarða. Ríkisstjórn hyggst einnig hækka svokallaðan bankaskatt úr 0,041% í 0,145%. Frá og með næstu áramótum mun skatturinn einnig leggjast á þrotabú gömlu bankanna sem mun skila aukalega 11,3 milljörðum í ríkiskassann. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að lykilmarkmið fjárlagafrumvarpsins sé að tryggja bætt lífskjör almennings. Gert sé ráð fyrir því lækkun skatta skili sér í 0,3 prósenta kaupmáttaraukningu á næsta ári . Hér að ofan má sjá brot frá blaðamannfundi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti í dag fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2014. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að heildartekjur ríkissjóðs aukist um rúman 31 milljarð á milli ára. Fari úr tæpum 556 milljörðum í rúma 587 milljarða. Á sama tíma er gert ráð fyrir að heildarútgjöld aukist um 300 milljónir og fari úr 586.743 milljörðum í 587.096 milljarða.Tekjuskattur lækkar Tekjuskattur á einstaklinga á að skila rúmum 130 milljörðum í ríkiskassann á næsta ári og eykst um 3,6 milljarða milli ára. Tekjuskattur fyrirtækja á að skila 45,6 milljörðum og eykst einnig um 3,6 milljarða frá fyrra ári. Virðisaukaskattur á að skila 156,7 milljörðum á næsta ári og eykst um rúma 9 milljarða milli ára. Ekki er þó gert ráð fyrir hækkun tekjuskatts. Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskattsins verður lækkað um 0,8%, úr 25,8% í 25%. Þá verður farið í endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu með það að markmiði að draga úr bili milli skattþrepa, fækka undanþágum og auka skilvirkni. Vörugjöld verða einnig endurskoðuð og tryggingagjaldið verður lækkað um 0,34 prósentustig á næstu þremur árum.Bankaskattur á þrotabú gömlu bankanna Sparnaður vegna aðhaldsaðgerða nemur tólf milljörðum. Fallið verður frá nýlegum eða óútfærðum verkefnum fyrir 5,8 milljarða. Veltutengdar aðhaldsaðgerðir ráðuneyta eiga að spara 3,6 milljarða og aðrar sértækar aðgerðir eiga að lækka útgjöld um 2,6 milljarða. Þá stendur til að endurskoða skilmála skuldabréfs sem var gefið út til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabanka Íslands eftir bankahrun. Sú endurskoðun á að lækka vaxtagreiðslur ríkissjóðs um tæpa 11 milljarða. Ríkisstjórn hyggst einnig hækka svokallaðan bankaskatt úr 0,041% í 0,145%. Frá og með næstu áramótum mun skatturinn einnig leggjast á þrotabú gömlu bankanna sem mun skila aukalega 11,3 milljörðum í ríkiskassann. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að lykilmarkmið fjárlagafrumvarpsins sé að tryggja bætt lífskjör almennings. Gert sé ráð fyrir því lækkun skatta skili sér í 0,3 prósenta kaupmáttaraukningu á næsta ári . Hér að ofan má sjá brot frá blaðamannfundi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.
Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Fleiri fréttir Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Sjá meira
Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00
Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00
Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00
Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58
Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33
Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00
Tóbak og áfengi hækka í verði Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. 1. október 2013 16:00
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00
Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02
Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00
Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00
Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00
Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00
RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00
100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00