100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Svavar Hávarðsson skrifar 1. október 2013 16:00 Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er hundrað milljónum króna varið til fyrirhugaðrar endurnýjunar bygginga Landspítalans við Hringbraut - nýs Landspítala. Gert er ráð fyrir að milljónirnar hundrað renni til hönnunar á sjúkrahóteli sem staðsett verður á lóð spítalans. Kostnaður við að fullhanna sjúkrahótelið er áætlaður um 170 milljónir sem dreifist á tvö ár; 2014 og 2015. Gert er ráð fyrir að byggingarframkvæmdir hefjist um leið og hönnun er lokið og er áætlaður kostnaður við bygginguna 1,6 milljarður króna á verðlagi ársins 2012. Gert er ráð fyrir að sá kostnaður dreifist á 3 ár, og þar af 700 milljónir árið 2016 og 676 milljónir króna árið 2017. „Með þessari tillögu er lagt til að stíga fyrsta skrefið í átt að nauðsynlegri endurnýjun bygginga við Hringbraut á komandi árum þó fara þurfi hægar í það verkefni en áætlanir gera ráð fyrir,“ segir í frumvarpinu. Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014 er hundrað milljónum króna varið til fyrirhugaðrar endurnýjunar bygginga Landspítalans við Hringbraut - nýs Landspítala. Gert er ráð fyrir að milljónirnar hundrað renni til hönnunar á sjúkrahóteli sem staðsett verður á lóð spítalans. Kostnaður við að fullhanna sjúkrahótelið er áætlaður um 170 milljónir sem dreifist á tvö ár; 2014 og 2015. Gert er ráð fyrir að byggingarframkvæmdir hefjist um leið og hönnun er lokið og er áætlaður kostnaður við bygginguna 1,6 milljarður króna á verðlagi ársins 2012. Gert er ráð fyrir að sá kostnaður dreifist á 3 ár, og þar af 700 milljónir árið 2016 og 676 milljónir króna árið 2017. „Með þessari tillögu er lagt til að stíga fyrsta skrefið í átt að nauðsynlegri endurnýjun bygginga við Hringbraut á komandi árum þó fara þurfi hægar í það verkefni en áætlanir gera ráð fyrir,“ segir í frumvarpinu.
Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00
Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00
Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58
Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00
Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00
Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02
Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00
Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00
RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00