Innlent

Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Við tökur á Hamrinum.
Við tökur á Hamrinum. Fréttablaðið/valli
Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt  fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna.

Ástæðan er að fallið er frá áformum um 470 milljón króna framlagi  í Kvikmyndasjóð sem veitt var á fjárlögum ársins 2013 og var eitt af verkefnum í  svonefndri fjárfestingaáætlun fyrir árin 2013 til 2015. 

Í frumvarpi til fjárlaga segir að ekki sé útlit fyrir að forsendur fyrir fjármögnun framlagsins geti staðist.

Þá er gert ráð fyrir 15 milljón króna lækkun á Kvikmyndasjóði til að mæta markmiðum um aðhald í útgjaldaramma ráðuneytisins.  

Árið 2011 kynnti Katrín Jakobsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, fjárfestingaáætlunina, ásamt forsvarsmönnum kvikmyndaakademíunnar. 

Í samkomulaginu, sem núverandi ríkisstjórn hefur fallið frá, komu fram áherslur á sviði kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar á Íslandi er varða þróun styrkjakerfis á sviði kvikmyndamála, kvikmyndalæsis, kvikmyndahátíða, framboði á kvikmynduðu íslensku efni og markaðssetningu á íslenskri kvikmyndagerð. 


Tengdar fréttir

Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður

Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur.

Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili.

Stefna á hallalaus fjárlög

Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni.

Kaldar kveðjur í fjárlögum

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar.

Barna- og vaxtabætur lækka

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna.

Tóbak og áfengi hækka í verði

Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku.

Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar

Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði.

Milljónir í eflingu löggæslu

Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður.

Tekjuskattur lækkar

Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%.

Skólagjöld hækka um 25 prósent

Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum.

Hætt við stækkun FSU

Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna.

100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels

Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.