Innlent

Opinbert framlag til kvikmynda 700 milljónir árið 2015

Málsaðilar voru sáttir í Bíó Paradís.
Málsaðilar voru sáttir í Bíó Paradís.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Ari Kristinsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK), Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK) og Ragnar Bragason, formaður Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) undirrituðu í húsakynnum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands í dag Samkomulag um stefnumörkun fyrir íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndamenningu árin 2012– 2015.

Í samkomulaginu koma fram áherslur á sviði kvikmyndagerðar og kvikmyndamenningar á Íslandi er varða þróun styrkjakerfis á sviði kvikmyndamála, kvikmyndalæsi, kvikmyndahátíðir, framboð á kvikmynduðu íslensku efni og markaðssetningu á íslenskri kvikmyndagerð.

Einnig er fjallað um kvikmyndaarfinn, stafrænar kvikmyndir, kvikmyndamenntun og Ríkisútvarpið.

Samkomulagið felur í sér að stuðningur við kvikmyndagerð á Íslandi í gegnum Kvikmyndasjóð eykst úr 452 millj. kr. á yfirstandandi ári í 700 millj. kr. árið 2015.

Einnig verður komið á fót miðastyrkjum, framlög til kvikmyndahátíða og kvikmyndahúsa, sem leggja áherslu á listrænar myndir verða aukin og veitt verður sérstakt framlag til endurnýjunar eldri mynda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×