Erlent

Rússar taka hart á

Gunnar Valþórsson skrifar
Vopnaðir sérsveitarmenn réðust um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess.
Vopnaðir sérsveitarmenn réðust um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess. AP
Yfirvöld í Rússlandi hafa nú ákært alla þrjátíu Greenpeace-meðlimina sem handteknir voru um borð í skipi samtakanna, Arctic Sunrise á dögunum.

Skipið var þá statt á Barentshafi þar sem það mótmælti olíuborun Gazprom olíufélagsins rússneska. Meðal annars höfðu tveir meðlimir samtakanna reynt að klifra upp á olíuborpallinn.

Rússar tóku hart á mótmælendunum, vopnaðir sérsveitarmenn réðust um borð í skipið og tóku yfir stjórn þess. Þvínæst var skipinu siglt til hafnar í Múrmansk og áhöfnin, sem kemur hvaðanæva að úr heiminum, var úrskurðuð í gæsluvarðhald. Nú hafa ákærur á hendur allri áhöfninni verið gefnar út og er fólkið sakað um sjórán. Það gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi verði það fundið sekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×