Heyrnarlausir fá ekki túlka: "Við upplifum okkur eins og í fangelsi" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. september 2013 18:30 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, getur ekki fengið túlk í afmæli dóttur sinnar, Anítu Dísar. Félag heyrnarlausra hefur lýst þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í bréfi til menntamálaráðherra, sem hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf fyrir aukið fjármagn til túlkaþjónustu. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta hefur miklar hindranir í för með sér og flestir tala um að þeir upplifi þetta eins og þeir séu bara settir ofan í skúffu, eða í fangelsi, þangað til þetta mál leysist. Við erum virkir þjóðfélagsþegnar og viljum vera það. Við erum í vinnu og borgum skatta eins og hver annar. Við viljum taka þátt í lífi barnanna okkar og vera jafngild öðrum í samfélaginu,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Þjónustu með textasíma var nýlega lokað og nú hefur nýtilkomnum myndsíma einnig verið lokað, þar sem sjóðurinn sem nú er uppurinn var notaður til að fjármagna hann. Heyrnarlausir hafa því enga möguleika á að hringja sem skapar oft vanda í daglegu lífi. Heiðdís segir vanta sex til tíu milljónir til að tryggja túlkaþjónustu út árið. „Ég vil biðja um að þetta verði leyst strax og þetta verði leyst til frambúðar,“ segir hún. Eiginmaður Heiðdísar, Arnar Ægisson, sem einnig er heyrnarlaus, var að hefja störf á nýjum vinnustað en þegar hann bað um túlk til að hjálpa sér að komast inn í nýju vinnuna, fékk hann þau svör að sjóðurinn væri tómur. „Það var rosalega óþægilegt að vera kominn á nýjan vinnustað og í nýjar aðstæður þar sem ég þekkti engan. Ég vissi ekkert hvar ég ætti að byrja eða hvað ég ætti að gera,“ segir hann. Arnar segir túlkaþjónustu kosta um tíu þúsund krónur á tímann. „Þannig að ég átti ekki peninga fyrir þessu. Ég gæti þurft túlk oftar en í þetta eina sinn og ég ræð ekki við það,“ segir hann. Að taka túlkaþjónustu af heyrnarlausum, má líkja við það að taka hjólastól frá farlama einstaklingi. Og þá má spyrja sig, er það ásættanlegt? Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Félag heyrnarlausra hefur lýst þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í bréfi til menntamálaráðherra, sem hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf fyrir aukið fjármagn til túlkaþjónustu. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta hefur miklar hindranir í för með sér og flestir tala um að þeir upplifi þetta eins og þeir séu bara settir ofan í skúffu, eða í fangelsi, þangað til þetta mál leysist. Við erum virkir þjóðfélagsþegnar og viljum vera það. Við erum í vinnu og borgum skatta eins og hver annar. Við viljum taka þátt í lífi barnanna okkar og vera jafngild öðrum í samfélaginu,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Þjónustu með textasíma var nýlega lokað og nú hefur nýtilkomnum myndsíma einnig verið lokað, þar sem sjóðurinn sem nú er uppurinn var notaður til að fjármagna hann. Heyrnarlausir hafa því enga möguleika á að hringja sem skapar oft vanda í daglegu lífi. Heiðdís segir vanta sex til tíu milljónir til að tryggja túlkaþjónustu út árið. „Ég vil biðja um að þetta verði leyst strax og þetta verði leyst til frambúðar,“ segir hún. Eiginmaður Heiðdísar, Arnar Ægisson, sem einnig er heyrnarlaus, var að hefja störf á nýjum vinnustað en þegar hann bað um túlk til að hjálpa sér að komast inn í nýju vinnuna, fékk hann þau svör að sjóðurinn væri tómur. „Það var rosalega óþægilegt að vera kominn á nýjan vinnustað og í nýjar aðstæður þar sem ég þekkti engan. Ég vissi ekkert hvar ég ætti að byrja eða hvað ég ætti að gera,“ segir hann. Arnar segir túlkaþjónustu kosta um tíu þúsund krónur á tímann. „Þannig að ég átti ekki peninga fyrir þessu. Ég gæti þurft túlk oftar en í þetta eina sinn og ég ræð ekki við það,“ segir hann. Að taka túlkaþjónustu af heyrnarlausum, má líkja við það að taka hjólastól frá farlama einstaklingi. Og þá má spyrja sig, er það ásættanlegt?
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent