Erlent

Dulkóðun engin hindrun fyrir NSA

Jakob Bjarnar skrifar
Edward Snowden. Gögn sem hann hafði með sér af NSA ætla að reynast algjör náma.
Edward Snowden. Gögn sem hann hafði með sér af NSA ætla að reynast algjör náma.
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, hefur haft í notkun þróaðan búnað sem hún notar til að afkóða gögn sem hafa verið duklóðuð.

Þetta þýðir að starfsmenn stofnunarinnar geta skoðað gögn og texta sem menn hafa dulkóðað sérstaklega til að hann sé ekki fyrir allra augum á netinu. Þeir sem tala fyrir persónuvernd hafa mælt með þeirri aðferð en nú liggur fyrir að NSA getur og hefur skoðað dulkóðuð gögn jafnt sem önnur.

Meðal þeirra gagna sem nefnd hafa verið og starfsmenn NSA hafa verið að lesa sér til gagns og gamans, þó dulkóðuð hafi verið, eru skýrslur um alþjóðleg fjármálaviðskipti, viðskiptaleyndarmál, netpóstar og spjall á samskiptavefjum sem og læknaskýrslur. Flestir erlendir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en þessi tíðindi byggja á gögnum sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur komið á framfæri við fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×