Íslenski boltinn

Ólafur Kristjáns ósáttur með orðalag blaðamanns

Breiðablik missti unninn leik niður í jafntefli þegar liðið sótti ÍA heim í Pepsi-deild karla í kvöld. Blikar leiddu 2-0 í síðari hálfleik en fengu á sig tvö mörk seint í leiknum.

Aðspurður hvort þetta hlytu ekki að teljast tvö stig töpuð í ljósi þess að Blikar höfðu tveggja marka forystu svaraði Ólafur:

„Ef þú ætlar að taka viðtal við mig skaltu spyrja mig og láta mig svara. Ég svara ekki svona fullyrðingum. Það kemur ekki í ljós hvort þetta eru tvö stig töpuð eða ekki. Það kemur ekki í ljós fyrr en við teljum upp úr hattinum í haust."

Ólafi fannst blaðamaður setja fram fullyrðingar í spurningum sínum sem hann var ósáttur með.

Viðtalið má sjá hér að ofan. Umfjöllun, viðtal við Kára Ársælsson og einkunnir úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×