Íslenski boltinn

Söguleg skref íslensku stelpnanna í tíð Sigga Ragga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið hefur leikið sinn síðasta leik undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem ákvað í dag að hætta með kvennalandsliðið. Sigurður Ragnar hefur þjálfað liðið frá árinu 2007.

Síðasti leikur íslenska kvennalandsliðsins undir stjórn Sigurðar Ragnars var sögulegur leikur en það var fyrsti leikur íslenska stelpnanna í útsláttarkeppni í úrslitakeppni EM.

Íslenska kvennalandsliðið lék alls 77 leiki undir stjórn Sigurðar Ragnars og vann 39 þeirra. Markatalan var 157-93 íslenska liðinu í vil.

Íslenska liðið vann 25 af 39 keppnisleikjum sínum undir stjórn Sigurðar Ragnars og markatalan í þeim var hagstæð upp á 72 mörk (101-29).

Íslenska liðið náði sínum besta árangri frá upphafi undir stjórn Sigurðar Ragnars og hér á eftir fer listi yfir söguleg skref liðsins undir hans stjórn.

- liðið vann sinn fyrsta sigur á þjóð inn á topp tíu (Frakkland í júní 2007)

- liðið komst í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn (október 2008)

- liðið vann sinn stærsta sigur frá upphafi (12-0 gegn Eistlandi í september 2009)

- liðið vann Noreg, Svíþjóð og Danmörku í fyrsta sinn

- liðið komst í fyrsta sinn í úrslitaleik í Algarve-bikarnum (mars 2011)

- liðið náði í sitt fyrsta stig á stórmóti (jafntefli á móti Noregi í júlí 2013)

- liðið vann sinn fyrsta leik á stórmóti (á móti Hollandi í júlí 2013)

- liðið komst í fyrsta sinn í útsláttarkeppni á stórmóti (EM í Svíþjóð í júlí 2013)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×