Aron valdi bandaríska landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:57 Aron í leik með landsliði Íslands skipuðu leikmönnum undir 21 árs. Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. Aron hefur verið á milli steins og sleggju í töluverðan tíma. Framherjinn á íslenska foreldra og hefur búið á Íslandi frá þriggja ára aldri. Hann er þó fæddur í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans bjuggu um tíma, og hefur af þeim sökum bandarískt ríkisfang.Aron sagðist í viðtali við Fréttablaðið í október síðastliðnum að aldrei hefði komið til greina að leika fyrir Bandaríkin. Þá hafði hann verið valinn í landsliðshóp Íslands en meiddist svo hann gat ekki tekið þátt í leikjum gegn Albaníu og Sviss í undankeppninni. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron við það tilefni.Skömmu síðar heyrðust fregnir af því að Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, hefði verið í sambandi við Aron sem fór í kjölfarið að velta möguleikum sínum fyrir sér.Aron sagðist í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að hann væri enn að velta málunum fyrir sér. Nú virðist ákvörðunin hafa verið tekin. Aron segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. “Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða. Ég þakka landsliðsþjálfurum Íslands fyrir áhuga þeirra og óska íslenska landsliðinu alls hins besta í framtíðinni.” Virðingarfyllst Aron Jóhannsson, Leikmaður AZ Alkmaar
Fótbolti Tengdar fréttir Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48 Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32 Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30 Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30 Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18 Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Sjá meira
Landsliðið valið | Aron gaf ekki kost á sér Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, valdi í dag 22 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Slóvenum í undankeppni HM 2014. Leikurinn fer fram 7. júní á Laugardalsvelli. 29. maí 2013 10:48
Aron ekki í bandaríska hópnum Bandaríska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Belgum í vináttulandsleik í Cleveland annað kvöld. Aron Jóhannsson er ekki í hóp Bandaríkjanna. 29. maí 2013 14:32
Aron enn á milli steins og sleggju Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson stefnir á að gera það gott með AZ Alkmaar á sínu fyrsta heila tímabili í Hollandi. Hann á enn eftir að ákveða hvort hann vilji frekar spila með landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. 24. júlí 2013 06:30
Allir verða að virða ákvörðun Arons "Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. 7. júní 2013 16:30
Klinsmann vill fá Aron í landsliðið Jürgen Klinsmann, þjálfari bandaríska landsliðsins, hefur lýst því yfir að hann vilji fá Aron Jóhannsson í lið sitt sem allra fyrst. 17. maí 2013 10:18
Hvað gerir Aron? Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnir í dag hverjir verða í hópnum fyrir leikinn gegn Slóveníu á Laugardalsvelli 7. júní. 29. maí 2013 06:30