Aron enn á milli steins og sleggju Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júlí 2013 06:30 Aron verður í aðalhlutverki í framlínu AZ Alkmaar á næsta tímabili eftir að Jozy Altidore var seldur frá félaginu. nordicphotos/getty Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“ Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Aron Jóhannsson er kominn á fullt með hollenska liðinu AZ Alkmaar og hefur raðað inn mörkum fyrir liðið á undirbúningstímabilinu. Hann verður aðalframherji liðsins að öllu óbreyttu næsta tímabil og ljóst að forráðamenn liðsins hafa tröllatrú á fyrrverandi Fjölnismanninum. Aron, sem hefur spilað með U-21 landsliði Íslands, á enn eftir að ákveða hvort hann vilji fremur gefa kost á sér í íslenska A-landsliðið en það bandaríska. Aron er fæddur í Bandaríkjunum og er með tvöfaldan ríkisborgararétt. „Ég er ekki búinn að ákveða mig og hef lítið leitt hugann að þessu,“ segir Aron. „Ég vil fyrst og fremst standa mig vel hér úti og hitt verður bara að koma í ljós.“ Aron hefur áður verið valinn í landsliðið í stjórnartíð Lars Lagerbäck en gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla. Lagerbäck hefur þó margsagt að dyr landsliðsins standi Aroni ávallt opnar. Tímabilið hefst formlega í Hollandi á laugardaginn er AZ mætir Ajax í Johan Cruyf-bikarnum en þar meistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils. Aron kom til AZ frá danska liðinu AGF á síðasta tímabili þar sem hann sló í gegn. Aron kom þó meiddur til Hollands og spilaði ekki sinn fyrsta leik með liðinu fyrr en í marsmánuði. „Það er svolítið heitt hjá okkur hér úti en annars hef ég það bara gott,“ segir hann í léttum dúr við Fréttablaðið í gær. „Maður kvartar undan kuldanum allan veturinn en svo þegar sumarið kemur þá verður manni of heitt.“ Hann segist vera í toppstandi og að hann finni ekkert fyrir meiðslunum. „Nárinn hefur ekkert verið að angra mig og ég held að ég sé bara í toppstandi.“ Eftir að félagið seldi Bandaríkjamanninn Jozy Altidore eftir síðasta tímabil var ljóst að Aron yrði aðalframherji liðsins. „Það var alltaf planið að selja hann og treysta mér fyrir þessu hlutverki. Auðvitað getur svona lagað breyst en hingað til hefur mér gengið nokkuð vel, þó svo að við höfum verið að spila við misgóð lið í sumar,“ segir hann. AZ spilaði þó við tvö sterk lið á dögunum, hollenskt B-deildarlið og spænska liðið Getafe. Aron skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. „Það gefur manni aukið sjálfstraust og það er gott að finna fyrir trausti þjálfarans líka. Ég er orðinn mjög spenntur fyrir tímabilinu, enda er planið að gera betur nú en á því síðasta.“
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn