Allir verða að virða ákvörðun Arons Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2013 16:30 Siglfirðingurinn Grétar Rafn Steinsson. „Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Var staða Arons Jóhannssonar meðal annars til umræðu en framherjinn getur sem kunnugt er valið á milli þess að spila með A-landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. „Það eru menn úti um allan heim sem spila með landsliðum þjóða sem ömmur eða afar þeirra voru frá," segir Grétar Rafn. Nefnir hann til sögunnar landsliðsmenn þjóða í karabíska hafinu sem dæmi en Jamaíka „fann" skyndilega nokkra nýja landsliðsmenn fyrir undankeppni HM árið 1998. Aron Jóhannsson fagnar bikarmeistaratitli með AZ Alkmaar á dögunum.Nordicphotos/Getty „Það er sama með Tyrkina. Nú leita þeir úti um allan heim og reyna að finna menn sem eru gjaldgengir í landslið þeirra," segir Grétar Rafn. Menn verði að hafa í huga möguleika Arons í framtíðinni ákveði hann að velja bandaríska landsliðið. „Það er ekki tilrétt eða röng ákvörðun í þessu," segir Grétar Rafn. Hann segist þó sjálfur ekki hafa getað spilað fyrir neina aðra þjóð en Íslands. „Enda er ég svo mikill sveitastrákur. En ég er ekki fæddur í Bandaríkjunum," segir bakvörðurinn. Hann skilji vel að það heilli Aron að spila með landsliði Bandaríkjanna. Margrét Lára er einn þeirra leikmanna sem gefa treyju sína til verkefnisins. Grétar Rafn tilkynnti á dögunum að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann stefnir á að búa erlendis og starfa í framtíðinni en þó ekki við þjálfun. „Ég held að það sé mannsskemmandi að vera þjálfari," sagði Grétar Rafn og undir þau orð tók Þorkell Máni Pétursson sem stýrði kvennaliði Stjörnunnar um tíma.Grétar Rafn stendur fyrir fjáröflunarverkefinu Sumarbúðir í Reykjadal þessa dagana. Allir fremstu atvinnumenn Íslands í knattspyrnu hafa gefið áritaðar treyjur sínar til verkefnisins. Hægt er að hringja í síma 901-7171 og þá renna 2.000 krónur óskiptar til sumarbúðanna. Þeir sem hringja komast í pott og geta unnið treyju íslensks atvinnumanns.Nánar um verkefnið hér. Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira
„Einn af mínum uppáhaldshandboltamönnum, Róbert Júlían Duranona, var ekki fæddur hér á landi," segir knattspyrnukappinn Grétar Rafn Steinsson. Landsliðsmaðurinn var í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Var staða Arons Jóhannssonar meðal annars til umræðu en framherjinn getur sem kunnugt er valið á milli þess að spila með A-landsliði Íslands eða Bandaríkjanna. „Það eru menn úti um allan heim sem spila með landsliðum þjóða sem ömmur eða afar þeirra voru frá," segir Grétar Rafn. Nefnir hann til sögunnar landsliðsmenn þjóða í karabíska hafinu sem dæmi en Jamaíka „fann" skyndilega nokkra nýja landsliðsmenn fyrir undankeppni HM árið 1998. Aron Jóhannsson fagnar bikarmeistaratitli með AZ Alkmaar á dögunum.Nordicphotos/Getty „Það er sama með Tyrkina. Nú leita þeir úti um allan heim og reyna að finna menn sem eru gjaldgengir í landslið þeirra," segir Grétar Rafn. Menn verði að hafa í huga möguleika Arons í framtíðinni ákveði hann að velja bandaríska landsliðið. „Það er ekki tilrétt eða röng ákvörðun í þessu," segir Grétar Rafn. Hann segist þó sjálfur ekki hafa getað spilað fyrir neina aðra þjóð en Íslands. „Enda er ég svo mikill sveitastrákur. En ég er ekki fæddur í Bandaríkjunum," segir bakvörðurinn. Hann skilji vel að það heilli Aron að spila með landsliði Bandaríkjanna. Margrét Lára er einn þeirra leikmanna sem gefa treyju sína til verkefnisins. Grétar Rafn tilkynnti á dögunum að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir næsta keppnistímabil. Hann stefnir á að búa erlendis og starfa í framtíðinni en þó ekki við þjálfun. „Ég held að það sé mannsskemmandi að vera þjálfari," sagði Grétar Rafn og undir þau orð tók Þorkell Máni Pétursson sem stýrði kvennaliði Stjörnunnar um tíma.Grétar Rafn stendur fyrir fjáröflunarverkefinu Sumarbúðir í Reykjadal þessa dagana. Allir fremstu atvinnumenn Íslands í knattspyrnu hafa gefið áritaðar treyjur sínar til verkefnisins. Hægt er að hringja í síma 901-7171 og þá renna 2.000 krónur óskiptar til sumarbúðanna. Þeir sem hringja komast í pott og geta unnið treyju íslensks atvinnumanns.Nánar um verkefnið hér.
Fótbolti Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur Sjá meira