Erlent

Múslimar í Guántanamo neyddir til að neyta fæðu yfir Ramadam

Ættingjar jemenskra fanga í Guántanamo mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jemen í júní og kröfðust þess að fangelsinu yrði lokað.
Ættingjar jemenskra fanga í Guántanamo mótmæltu fyrir utan bandaríska sendiráðið í Jemen í júní og kröfðust þess að fangelsinu yrði lokað.
106 fangar af 166 í Guántanamo fangelsinu hafa farið í hungurverkfall síðustu mánuði. Þeir múslimar sem hafa staðið í hungurverkfalli fá ekki að fasta á föstumánuðinum Ramadan sem hófst í dag, heldur verða þeir neyddir til að neyta fæðu.

Þessar aðgerðir eru harðlega gagnrýndar af leiðtogum samtaka múslima um heim allan og þrýsta þeir á bandarísk stjórnvöld að stöðva þær.

Stór hluti fanga í Guantanamó- fangelsinu hefur verið í hungurverkfalli í marga mánuði. Af þeim 106 föngum sem eru í hungurverkfalli eru 45 þvingaðir til að neyta fæðu í gegnum slöngu sem er þrædd uppí nef þeirra niður í maga svo þeir svelti ekki til dauða. Þegar þetta fer fram eru þeir bundnir niður á höndum og fótum.

Fjölmörg mannréttindasamtök hafa fordæmt slæma meðferð fanga  og skelfilega aðstöðu í Guántanamo fangelsinu. Þá hafa tveir háttsettir meðlimir Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hvatt Barack Obama til aðgerða, en hann hét því að loka fangabúðunum yrði hann kosinn forseti árið 2009.

Vísir greindir einnig frá því í gær að rapparinn Mos Def hefði tekið þátt í mótmælum gegn fangabúðunum  með því að láta þröngva ofan í sig mat á sama hátt og gert er við fangana í myndbandi.

Guardian greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×