Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - ÍBV 1-3 | Sjálfsmörk réðu úrslitum Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 14. júlí 2013 00:01 Mynd/Anton ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri þar sem liðið vann Þór 3-1 í Pepsi deild karla í fótbolta. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Tvö sjálfsmörk frá Þór og mark Víðis Þorvarðarsonar reyndist nóg til að tryggja Eyjamönnum sigur en Ármann Pétur Ævarsson náði aðeins að klóra í bakkann fyrir heimamenn með marki sínu. Leikurinn var í meira lagi skrautlegur. Hann fór vel af stað og átti Þór dauðafæri á 20. mínútu þegar Orri Freyr Hjaltalín slapp inn fyrir vörn Eyjamanna en David James sá við honum og varði glæsilega. Skömmu síðar kom fyrirgjöf frá hægri væng gestanna og Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV, skallaði boltann í hliðarnetið úr flottu færi. Rétt á eftir komu mínútur sem markvörður Þórs, Srdjan Rajkovic, vill eflaust gleyma hið fyrsta. Hlynur Atli Magnússon, varnarmaður Þórs, senti boltann á Rajkovic sem ætlaði að taka hann á bringuna en misreiknaði boltann sem fór framhjá honum og í netið. Afar klaufalegt sjálfsmark hjá Þórsurum. Til að vaða úr öskunni í eldinn þá kom annað sjálfsmark Þórs, tveimur mínútum seinna eftir að Arnór Eyvar Ólafsson gaf fyrirgjöf fyrir mark Þórs sem Rajkovic náði ekki að valda og missti í eigið net. Afar klaufalegar mínútur hjá Þór sem voru skyndilega komnir tveimur mörkum undir. Víðir Þorvarðarson jók forystu gestanna með glæsilegri bakfallspyrnu eftir mikinn atgang í vítateig Þórs eftir hornspyrnu Matt Garner. Skömmu síðar minnkaði Ármann Pétur Ævarsson muninn fyrir Þórsara er hann stangaði aukaspyrnu Mark Tubæk í netið, hans 50. mark í 200. leik sínum fyrir Þór. Eyjamenn því með góða forystu í hálfleik. Þórsarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn en þétt vörn gestana með David James í miklu stuði fyrir aftan sig hélt út leikinn og þar við sat. Öruggur sigur ÍBV sem eru nú komnir í 4. sæti deildarinnar eins og staðan er í dag. Ármann Pétur: Spilamennskan gefur ekki rétta mynd af leiknum„Í þessum leik ætluðum við að halda okkar formi sem við vorum búnir að setja okkur upp en það bara gekk ekki í dag. Mér fannst spilamennskan okkar heilt yfir ágæt, við vorum að skapa okkur hálf færi og vorum að komast inn í teig en vantaði bara herslumuninn. Spilamennskulega séð gefa lokatölur ekki rétta mynd af leiknum. Ármann skoraði sitt 50. mark fyrir Þór í sínum 200. leik fyrir félagið en taldi það ekki skipta máli í dag: „Það er fínt að gera þetta bæði í einu en það skiptir ekki máli eins og staðan er núna því við ætluðum að vinna þennan leik og það var það sem skipti höfuð máli hér í dag. Þór eiga nú erfitt leikjaprógram fyrir höndum en Ármann hefur trú á verkefninu: „Við erum nýliðar í deild og vitum að það eru allt erfiðir leikir, hvort sem það er heima eða úti og við hugsum bara um þessa klisju með að taka bara einn leik í einu og á meðan við höfum trú á verkefninu sjálfu þá eigum við séns. Sjálfstraustið í liðinu er fínt og við vorum kannski farnir að líta aðeins meira upp á við heldur en að líta alltaf til baka og ætluðum að ná í þessi þrjú stig í dag og horfa enn frekar upp á við en það tókst ekki í dag," sagði Ármann Pétur Ævarsson, markaskorari Þórs í leiknum. Hermann Hreiðarsson: Aðalmálið var að landa þessu„Því er ekki að neita að menn eru svolítið lemstraðir og svona, þá sérstaklega eftir Færeyjar leikinn sem var erfiður leikur en við reynum að nýta tímann á milli til að ná sér sem best og hlaða batteríin upp á nýtt. Eyjamenn fengu gjafabyrjun í kjölfar tveggja sjálfsmarka og Hermann var sáttur með leikinn: „Hann byrjaði frábærlega fyrir okkur og það hjálpar alltaf þannig að svo bættum við aðeins í það og sköpuðum okkur nokkur færi en að sama skapi þá sköpuðu Þórsararnir sér líka þannig að aðalmálið þá var bara að landa þessu. Lærisveinar Hermanns komust áfram í Evrópudeildinni og leika nú í vikunni gegn stórliði Rauðu Stjörnunnar: „Við erum mjög ánægðir með að vera að fara og það er komin mikil tilhlökkun í hópinn að fara á stóran leikvang og spila gegn stóru liði," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. Páll Viðar: Maður er hundfúll með þetta„Mér fannst við vera að spila þetta ágætlega og í seinni hálfleik rembdumst við og rembdumst við og börðum á þeim en allt sem kom á markið var varið. Við gefum þarna tvö mörk sem eru algjör forgjöf og það gerði okkur erfitt fyrir. Þó liðið hafi fengið á sig þrjú mörk og tapað þá sá Páll Viðar batamerki í leik sinna manna. „Við höfum verið að þétta okkar raðir og erum að gefa fá færi á okkur og fá sjálfir færi. Við sækjumst eftir því í okkar leik að vera þéttir fyrir og sterkir til baka því við vitum að við fáum alltaf okkar færi. Maður er hundfúll með þetta en ég get ekki komið fram og hraunað yfir þetta og talað um eitthvað bakslag. Srdjan Rajkovic, markvörður Þórs, fékk á sig tvö sjálfsmörk og átti slæman dag, stóð einhvern tíman til að taka hann útaf og var hann hann með hausinn rétt skrúfaðan á? „Viðbrögðin voru þau að hann fékk ekki á sig mark eftir það," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs. Víðir Þorvarðarson: Fengum tvær gjafir„Mér fannst við eiginlega gera leikinn eins auðveldan fyrir okkur og við gátum. Við þurftum ekki að leggja eins mikið í þetta því við fengum tvær gjafir frá þeim sem kom sér mjög vel því við gátum spilað á aðeins lægra ,,tempói" en við reiknuðum með að þurfa. Eins og áður segir halda Eyjamenn til „Helvítis" þegar þeir mæta Rauðu Stjörnunni í Serbíu í vikunni og er Víðir spenntur fyrir því: „Það er bara hrikalega gaman og gefur nýtt líf í þetta mót. Að spila fleiri leiki er bara skemmtilegra og að fá að bera sig við aðrar þjóðir í kringum sig er líka bara mjög spennandi," sagði Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
ÍBV gerði góða ferð norður á Akureyri þar sem liðið vann Þór 3-1 í Pepsi deild karla í fótbolta. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Tvö sjálfsmörk frá Þór og mark Víðis Þorvarðarsonar reyndist nóg til að tryggja Eyjamönnum sigur en Ármann Pétur Ævarsson náði aðeins að klóra í bakkann fyrir heimamenn með marki sínu. Leikurinn var í meira lagi skrautlegur. Hann fór vel af stað og átti Þór dauðafæri á 20. mínútu þegar Orri Freyr Hjaltalín slapp inn fyrir vörn Eyjamanna en David James sá við honum og varði glæsilega. Skömmu síðar kom fyrirgjöf frá hægri væng gestanna og Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV, skallaði boltann í hliðarnetið úr flottu færi. Rétt á eftir komu mínútur sem markvörður Þórs, Srdjan Rajkovic, vill eflaust gleyma hið fyrsta. Hlynur Atli Magnússon, varnarmaður Þórs, senti boltann á Rajkovic sem ætlaði að taka hann á bringuna en misreiknaði boltann sem fór framhjá honum og í netið. Afar klaufalegt sjálfsmark hjá Þórsurum. Til að vaða úr öskunni í eldinn þá kom annað sjálfsmark Þórs, tveimur mínútum seinna eftir að Arnór Eyvar Ólafsson gaf fyrirgjöf fyrir mark Þórs sem Rajkovic náði ekki að valda og missti í eigið net. Afar klaufalegar mínútur hjá Þór sem voru skyndilega komnir tveimur mörkum undir. Víðir Þorvarðarson jók forystu gestanna með glæsilegri bakfallspyrnu eftir mikinn atgang í vítateig Þórs eftir hornspyrnu Matt Garner. Skömmu síðar minnkaði Ármann Pétur Ævarsson muninn fyrir Þórsara er hann stangaði aukaspyrnu Mark Tubæk í netið, hans 50. mark í 200. leik sínum fyrir Þór. Eyjamenn því með góða forystu í hálfleik. Þórsarar reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn en þétt vörn gestana með David James í miklu stuði fyrir aftan sig hélt út leikinn og þar við sat. Öruggur sigur ÍBV sem eru nú komnir í 4. sæti deildarinnar eins og staðan er í dag. Ármann Pétur: Spilamennskan gefur ekki rétta mynd af leiknum„Í þessum leik ætluðum við að halda okkar formi sem við vorum búnir að setja okkur upp en það bara gekk ekki í dag. Mér fannst spilamennskan okkar heilt yfir ágæt, við vorum að skapa okkur hálf færi og vorum að komast inn í teig en vantaði bara herslumuninn. Spilamennskulega séð gefa lokatölur ekki rétta mynd af leiknum. Ármann skoraði sitt 50. mark fyrir Þór í sínum 200. leik fyrir félagið en taldi það ekki skipta máli í dag: „Það er fínt að gera þetta bæði í einu en það skiptir ekki máli eins og staðan er núna því við ætluðum að vinna þennan leik og það var það sem skipti höfuð máli hér í dag. Þór eiga nú erfitt leikjaprógram fyrir höndum en Ármann hefur trú á verkefninu: „Við erum nýliðar í deild og vitum að það eru allt erfiðir leikir, hvort sem það er heima eða úti og við hugsum bara um þessa klisju með að taka bara einn leik í einu og á meðan við höfum trú á verkefninu sjálfu þá eigum við séns. Sjálfstraustið í liðinu er fínt og við vorum kannski farnir að líta aðeins meira upp á við heldur en að líta alltaf til baka og ætluðum að ná í þessi þrjú stig í dag og horfa enn frekar upp á við en það tókst ekki í dag," sagði Ármann Pétur Ævarsson, markaskorari Þórs í leiknum. Hermann Hreiðarsson: Aðalmálið var að landa þessu„Því er ekki að neita að menn eru svolítið lemstraðir og svona, þá sérstaklega eftir Færeyjar leikinn sem var erfiður leikur en við reynum að nýta tímann á milli til að ná sér sem best og hlaða batteríin upp á nýtt. Eyjamenn fengu gjafabyrjun í kjölfar tveggja sjálfsmarka og Hermann var sáttur með leikinn: „Hann byrjaði frábærlega fyrir okkur og það hjálpar alltaf þannig að svo bættum við aðeins í það og sköpuðum okkur nokkur færi en að sama skapi þá sköpuðu Þórsararnir sér líka þannig að aðalmálið þá var bara að landa þessu. Lærisveinar Hermanns komust áfram í Evrópudeildinni og leika nú í vikunni gegn stórliði Rauðu Stjörnunnar: „Við erum mjög ánægðir með að vera að fara og það er komin mikil tilhlökkun í hópinn að fara á stóran leikvang og spila gegn stóru liði," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. Páll Viðar: Maður er hundfúll með þetta„Mér fannst við vera að spila þetta ágætlega og í seinni hálfleik rembdumst við og rembdumst við og börðum á þeim en allt sem kom á markið var varið. Við gefum þarna tvö mörk sem eru algjör forgjöf og það gerði okkur erfitt fyrir. Þó liðið hafi fengið á sig þrjú mörk og tapað þá sá Páll Viðar batamerki í leik sinna manna. „Við höfum verið að þétta okkar raðir og erum að gefa fá færi á okkur og fá sjálfir færi. Við sækjumst eftir því í okkar leik að vera þéttir fyrir og sterkir til baka því við vitum að við fáum alltaf okkar færi. Maður er hundfúll með þetta en ég get ekki komið fram og hraunað yfir þetta og talað um eitthvað bakslag. Srdjan Rajkovic, markvörður Þórs, fékk á sig tvö sjálfsmörk og átti slæman dag, stóð einhvern tíman til að taka hann útaf og var hann hann með hausinn rétt skrúfaðan á? „Viðbrögðin voru þau að hann fékk ekki á sig mark eftir það," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs. Víðir Þorvarðarson: Fengum tvær gjafir„Mér fannst við eiginlega gera leikinn eins auðveldan fyrir okkur og við gátum. Við þurftum ekki að leggja eins mikið í þetta því við fengum tvær gjafir frá þeim sem kom sér mjög vel því við gátum spilað á aðeins lægra ,,tempói" en við reiknuðum með að þurfa. Eins og áður segir halda Eyjamenn til „Helvítis" þegar þeir mæta Rauðu Stjörnunni í Serbíu í vikunni og er Víðir spenntur fyrir því: „Það er bara hrikalega gaman og gefur nýtt líf í þetta mót. Að spila fleiri leiki er bara skemmtilegra og að fá að bera sig við aðrar þjóðir í kringum sig er líka bara mjög spennandi," sagði Víðir Þorvarðarson, leikmaður ÍBV.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira