Erlent

Mansúr tekur við af Morsí

Adlí Mansúr tekur við af Múhamed Morsí forseta að undirlagi hersins.
Adlí Mansúr tekur við af Múhamed Morsí forseta að undirlagi hersins.
Yfirdómari stjórnlagadómstóls Egyptalands, Adlí Mansúr, hefur tekið við af Múhamed Morsí forseta. Mansúr á að stjórna þangað til nýr forseti hefur verið kjörinn.

Mansúr ávarpaði þjóðina í sjónvarpi nú fyrir stuttu og lofaði að virða stjórnarskrána og lögin, og verja hagsmuni þjóðarinnar.

Morsí er í stofufangelsi og sakar herinn um að hafa gert stjórnarbyltingu. Nokkrir helstu leiðtogar Bræðralags múslima hafa verið handteknir.

Guðsteinn Bjarnason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×