Erlent

Tvíburar hittust í fyrsta skiptið í 41 ár

Boði Logason skrifar
Flottir bræðurnir
Flottir bræðurnir
Kínverskir tvíburar hittust í fyrsta skiptið á dögunum eftir að hafa verið aðskildir í fjörutíu og eitt ár. Þeir voru ættleiddir árið 1972 vegna fátæktar fjölskyldunnar, en fóru til sitthvorrar fjölskyldunnar.

Það var í síðasta mánuði sem vinur Zeng Yong hitti á mann í borginni Neijiang í Kína. Honum fannst hann eitthvað kunnulegur, og tjáði Yong að þarna hlyti tvíburabróður hans að vera á ferðinni. Svo ótrúlega líkir væru þeir.

Yong fór til borgarinnar til að hitta maninn, sem heitir Liu Yonggang. Þeir komust að því eftir örstutt spjall að þeir væru augljóslega bræður. Niðurstaðan var sú að þeir höfðu verið ættleiddir stuttu eftir fæðingu árið 1972, en ekki til sömu fjölskyldunnar.

Þeir ákváðu að leita uppi líffræðilega móður sína, sem þeir fundu á miðvikudaginn. Í dag er hún 74 ára gömul og býr í Chengdu, sömu borg og Zeng Yong.

Fréttin af mæðginunum hefur vakið mikla athygli í Kína og víðar.

Vinnufélagar Liu hafa skipulagt heljarinnar veislu á næstu dögum - til að fagna nýju fjölskyldunni - sem hittist nú í fyrsta skiptið í 41 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×