Erlent

Rakst utan í varnargarð

Boði Logason skrifar
Frá vettvangi í gær. Tvær kínverskar unglingsstúlkur létust í slysinu.
Frá vettvangi í gær. Tvær kínverskar unglingsstúlkur létust í slysinu. Mynd/AFP
Yfir þrjú hundruð farþegar voru um borð í vélinni sem var að koma frá Seoul í Suður-Kóreu. Flugfélagið hefur staðfest að tvær kínverskar unglingsstúlkur hafi farist í slysinu en þær sátust aftast í vélinni. 181 eru slasaðir, flestir með minniháttar brunasár. Átta fullorðnir og tvö börn eru alvarlegar slösuð og dvelja nú á sjúkrahúsinu í San Francisco.

Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar nú slysið en merki eru um að vélin hafi komið of snemma inn til lendingar og hjól hennar hafi rekist í varnargarð við enda flugbrautarinnar, með þeim afleiðingum að stélið rifnaði af vélinni. Veðurskilyrði voru með besta móti, lítill vindur og sól. Boeing flugvélaframleiðandinn ætlar að aðstoða flugmálayfirvöld við rannsókn á slysinu.

Flugvélin er af gerðinni Boeing-777 og er ein vinsælasta flugvélin í millilandaflugum sem eru lengri en 12 klukkutímar.

Framkvæmdastjóri flugöryggisstofnunar Bandaríkjanna segir í samtali við vef blaðsins USA Today að ný tækni við hönnun og framleiðslu flugvéla hafi stórbatnað síðustu áratugi og vegna þess megi þakka hversu margir lifðu slysið af í gærkvöldi. Samkvæmt tölum frá Öryggisnefnd Samgöngumála segir að flugvélar séu taldar mjög öruggur samgöngumáti. Í 95,7 prósent skráðra flugslysa lifa farþegar af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×