Erlent

"Þetta var eins og í bíómynd"

Eldur logaði í gífurlegu magni af olíu í nótt
Eldur logaði í gífurlegu magni af olíu í nótt
Lögregluyfirvöld í Kanada segja að tala látinna kunni að hækka eftir að flutningalest, sem var hlaðin olíu, fór út af sporinu í austurhluta landsins í nótt. Yfir hundrað er saknað.

Að minnsta kosti einn er látinn og yfir þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Mikil sprenging varð þegar lestin fór út af sporinu svo að svartur reykur sást úr margra kílómetra fjarlægð.

Yfir 120 slökkviliðsmenn berjast nú við eldinn og hefur liðsauki borist frá Bandaríkjunum.

„Þetta var eins og í bíómynd. Bíllinn fyrir framan mig tók á loft, og lenti á hliðinni fyrir framan mig. Ég forðaði mér út og hljóp eins hratt og ég gat,“ segir vitni við AP fréttaveituna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×