Erlent

Hálfbróðir Saddams Husseins látinn

Hálfbróðir Saddams lést eftir baráttu við krabbamein.
Hálfbróðir Saddams lést eftir baráttu við krabbamein.
Sabawi Ibrahim al-Hassan, hálfbróðir Saddams Husseins, fyrrverandi einræðisherra Íraks, lést í gær eftir baráttu við krabbamein.

Hann lést á spítala í Bagdad eftir að hafa verið fluttur þaðan úr fangelsi. Hann var gripinn á flótta árið 2005 af Bandaríkjamönnum, sem framseldu hann til Íraks árið 2011 þar sem hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð og aðra glæpi gegn löndum sínum.

Hann var einn af ráðgjöfum hálfbróður síns í valdatíð hans. Hann var þar áður yfirmaður írösku leyniþjónustunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×